Sumarið að klárast

Nú er komið að síðasta mánaðarmótinu í sumar en septembermótið verður haldið í kvöld og hefst kl. 18 á Gufunesvelli. Einnig má minna á að Úlli ljóti 2 verður haldinn á laugardaginn kl. 14 á Úlfljótsvatnsvelli og um leið verður haldið fyrsta lengdarkeppnin hér heima. Akstur á Úlfljótsvatn tekur aðeins 40-45 mínútur.

Ótrúlegar vinsældir

_MG_4188

Óhætt er að segja að sá hópur sem hefur staðið að uppbyggingu og kynningu á frisbígolfi hér á landi undanfarin ár sé brosandi út að eyrum þessa dagana enda aldrei fleiri spilað Folf en nú í sumar þrátt fyrir leiðindaveður og rigningar.

Völlurinn á Klambratúni á auðvitað stærstan þátt í þessum vinsældum en þetta er þriðja sumarið sem hann er opinn. Nú er spilað á þeim velli flesta daga ársins og á bestu dögunum er biðröð á fyrsta teig. Á landinu eru núna 7 vellir auk margra staða þar sem búið er að setja upp stakar körfur. Mörg sveitarfélög eru áhugasöm um að setja upp velli og því líklegt að frisbígolfvöllum fjölgi töluvert á næstu árum.

Viðræður standa núna yfir við stóru sveitarfélögin hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu og er stórn ÍFS vongóð um að einhverjir nýjir vellir verði settir upp næsta vor.  Það er allavega sú áhersla sem við leggjum næstu mánuði en við teljum að nýjir vellir fjölgi spilurum mest auk þess að bjóða upp á meiri fjölbreytni, velli nær búsetu fyrir utan að minnka álagið á Klambratúnsvellinum.

Mikilvægt er að folfarar fylgist vel með þegar bæjarfélögin eru að óska eftir hugmyndum og sendi inn tillögur um folfvelli eða styðji tillögur sem fyrir eru.

Karfa í kasti – AceRace

1167220_10201409612435775_284862638_o

Vel heppnað ásamót var haldið sl. laugardag á Gufunesvellinum. Þrátt fyrir smá rigningu var full þátttaka og mótið mikil skemmtun. Alls fengu 6 spilarar ása og stóð Jón Símon Gíslason uppi sem sigurvegari því auk þess að fá ás þá fékk hann flesta málma (M).

Fyrsta mót á Akranesvelli

_MG_6302

Í gær var haldið fyrsta formlega keppnin á nýjum velli á Akranesi og var spilað á breyttum (lengdum) teigum og þremur körfum var bætt við. Spilaðir voru tveir hringir á 9 brautum í frábæru veðri. Völlurinn er einn sá skemmtilegasti á landinu og býður uppá mikla fjölbreyttni og erfiðar brautir. Mótið heppnaðist mjög vel og mál manna að völlurinn sé frábær.

Úrslitin má sjá hér.

Texas scramble

addi

Skemmtilegt mót og frábær þátttaka þrátt fyrir leiðinlegt veður. Alls tóku 50 manns þátt en sigurvegarar urðu þeir Arnar Páll og Yngvar Máni, í öðru sæti urðu Árni og Fannar en í þriðja Jón Símon og Kristinn.

Allir fengu síðan Texas hamborgara með öllu á eftir.

Folfveður

_MG_4903

Loksins, loksins er komið gott veður um allt land en riginingin hefur verið heldur mikil í sumar. Í góðveðrinu síðustu daga hafa folfarar tekið vel við sér og er Klambratúnsvöllurinn þétt setinn, dag sem nótt.

Það er mikið ánægjuefni að sjá hversu margir nýjir spilarar hafa bæst við í sumar en það  má helst líkja þetta við sprengingu. Vinsældir Klambratúnsvallarins eru það miklar að forsvarsmenn ÍFS hafa sett á það mikla áherslu að opnaðir verði nýjir vellir hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu næsta sumar.

Vonumst allavega eftir góðveðrissumri það sem eftir er af því.

Vel heppnuð kynning á Akureyri

_MG_4699-2

Það vita ekki allir Akureyringar að það er frábær 9 körfu völlur að Hömrum við Kjarnaskóg og er búinn að vera þar í nokkur ár.

Laugardaginn 13. júlí fór hópur norður og hélt kynningu fyrir Akureyringa auk þess sem haldið var fyrsta formlega mótið á vellinum á Hömrum. Þátttakendur voru 21 og góð stemning auk þess sem veðrið dekraði við okkur. Úrslit mótsins má sjá undir flokknum “Keppnir”. Nokkrir spilarar eru á Akureyri og vonum við að sá hópur stækki og eflist. Tjaldsvæðið á Hömrum er einnig farið að selja folfdiska.

Íslandsmót 2013

_MG_4109

Nú um helgina var haldið Íslandsmótið í frisbígolfi og heppnaðist það mjög vel enda lék veðrið við keppendur. Jón Símon Gíslason varð íslandsmeistari karla en hann vann opna flokkinn A. Íslandsmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir en í barnaflokki varð Sævar Breki Einarsson íslandsmeistari.

Í opnum flokki B varð Diddi sigurvegari og í byrjendaflokki vann Sturla Harðarson.

Allar nánari upplýsingar eru hér.

Vel heppnað miðnæturmót

20130621_013018

Mánaðarlegt mót okkar var haldið á Klambratúnsvelli á Jónsmessunni og er spilað yfir miðnætti sem er alltaf mjög skemmtilegt. Mjög góð þátttaka var en 35 skráðu sig til leiks.

Mánaðarmeistari í opnum flokki varð Adam Jónsson og mánaðarmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir.

Sjá nánar úrslit hér.