Íslandsmótið í frisbígolfi 2024

Íslandsmótið í Texas fer fram 8. ágúst 2024 í Grafarholti.
Leikmannafundur fer fram um kvöldið 8. ágúst 2024.
Íslandsmótið fer fram dagana 9. – 11. ágúst 2024.

Íslandsmótið verður áfram mót þeirra bestu og ber að hafa það í huga þegar keppandi skráir sig í mótið. Boðið er upp á 6 keppnisflokka og verða því sex Íslandsmeistarar krýndir eftir mótið. Mótið er PDGA vottað að öllum líkindum B tier mót. Kvennaflokkar spila blandaða hvíta- og bláa teiga en aðrir flokkar spila bláa teiga.

Mótshaldari er Íslenska frisbígolfsambandið (ÍFS)

Sjálfboðaliðar:
motanefnd@folf.is tekur með glöðu geði við fyrirspurnum varðandi að gerast sjálfboðaliði í undirbúning fyrir eða á Íslandsmótinu. Nóg af verkefnum bæði fyrir mót og á mótinu sjálfu.

Íslandsmótið stendur yfir í þrjá daga 9.-11.ágúst.
Föstudagur – Gufunes
Laugardagur – Grafarholt
Sunnudagur – Grafarholt
Allir keppendur spila þrjá daga. Föstudag til sunnudag.
Nafnbótin “Íslandsmeistari” fær eingöngu sá sem hefur íslenskan ríkisborgararétt.

Skilgreining á flokkum og keppnisfyrirkomulag:
1. Opinn meistaraflokkur (MPO)
2. Meistaraflokkur kvenna (FPO)
3. Stórmeistaraflokkur 40+ (MP40)
4. Stórmeistaraflokkur 40+ (FP40)
5. Stórmeistaraflokkur 50+ (MP50)
6. Ungmennaflokkur 18 ára og yngri (MJ18)

Hverjir fá þátttökurétt á Íslandsmótinu 2024?
Skráning fer fram í þrepum og fá þeir sem eru með hærri PDGA stig forgang í mótið. Við viljum biðja þá sem eru óreyndir eða reynslulitlir að velja önnur mót og keppnir þar sem þetta mót er ætlað þeim sem eru reynslumiklir, þekkja vel reglur PDGA og eru með góða hæfni í frisbígolfi. Hámark keppenda verður auglýst í þrepi tvö í skráningarferli á mótið.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.