Valreglur á mót erlendis

Val á íslenskum keppendum á mót erlendis sem ÍFS fær úthlutað.

Meginreglan er sú að miðað er við árangur keppenda á Íslandsmóti, Íslandsbikarmótaröð og PDGA ratings. Fjöldi sæta sem Ísland fær úthlutað getur verið breytilegur. Við úthlutun sæta er miðað við eftirfarandi og í þessari röð:

  1. Úrslit Íslandsmóts
  2. Úrslit Íslandsbikars
  3. PDGA rating

Þetta eru viðmiðunarreglur sem stjórn ÍFS hefur að leiðarljósi en endanleg ákvörðun liggur alltaf hjá stjórn ÍFS.