Valreglur á Evrópumótið

Val á íslenskum keppendum í sæti sem ÍFS fær úthlutað á Evrópumótið.

Meginreglan er sú að miðað er við árangur keppenda á Íslandsmóti. Ef það sker ekki úr um þá er miðað við árangur á Gullmótaröð Íslandsbikarsins og ef enn er jafnt þá er miðað við  PDGA stig keppenda. Fjöldi sæta sem Ísland fær úthlutað getur verið breytilegur. Við úthlutun sæta er miðað við eftirfarandi og í þessari röð ef enn er jafnt:

  1. Úrslit Íslandsmóts
  2. Úrslit Íslandsbikars
  3. PDGA rating

Þetta eru viðmiðunarreglur sem stjórn ÍFS hefur að leiðarljósi en endanleg ákvörðun liggur alltaf hjá stjórn ÍFS.