Íslandsmót barna í frisbígolfi

Nú er komið á þessum skemmtilega viðburði sem haldinn er fyrir yngri keppendur í okkar frábæru íþrótt. Öll eru auðvitað velkomin óháð getu eða reynslu í frisbígolfi.

Boðið er upp á 10 keppnisflokka en þeir eru: 15, 12, 10, 8, 6 ára og yngri í bæði stelpu og strákaflokkum. Nánari upplýsingar verða birtar hér á síðunni þegar nær dregur. Takið daginn frá.


Metnaðarfull mótadagskrá 2024

Nú er búið að kynna mótadagskrá sumarsins og það verður fjölbreytt framboð fyrir keppendur á þessu ári. Áfram verður boðið upp á Gull- og Silfurmót Íslandsbikarsins með þeirri breytingu að Gullmótum verður fækkað úr 5 í 3 en á móti verða önnur stórmót í boði.
Frisbígolffélögin eru að kynna mótskrá sumarsins og verður þeim bætt inn í viðburðardagatalið eftir sem þau berast.

Maí
Silfurmót 1 – 11.-12.maí – FFH
Reykjavík Open – 18.-20. maí – FGR
Silfurmót 2 – 25.-26. maí – Njarðvík FFS
Gullmót 1 – Akureyri Open – 31. maí – 2. júní – FGR

Júní
Kvennamótaröð mót 1 – 7. júní
Úlli ljóti 1 – 8. júní – Úlfljótsvatn
Silfurmót 3 – 15. júní – Selfoss – FGÁ
Kvennamótaröð mót 2 – 16. júní
Gullmót 2 – Sólstöðumót FGR – 21.-23. júní – FGR
Norðurlandsmótið – 27.-30. júní – FGA Akureyri

Júlí
Íslandsmót barna – 6. júlí – ÍFS á Grafarholtsvelli
Kvennamótaröð mót 3 – 7. júlí
Gullmót 3 – Frisbígolfbúðin/Smartfix – 12.-14. júlí – FGB á Grafarholtsvelli
Silfurmót 4 – 20.-21. júlí – Akureyri – FGA
Álfabikarinn – 27. júlí
Kvennamótaröð mót 4 – 29. júlí

Ágúst
Íslandsmótið í Texas – 8. ágúst – ÍFS í Gufunesi
Íslandsmótið í Frisbígolfi – 9.-11. ágúst – ÍFS Gufunes/Grafarholt
Kvennamótaröð mót 5 – 15. ágúst
Silfurmót 5 – 24.-25. ágúst – FGR

September
Ljósanæturmót – FFS – 7. september Reykjanesbær
Þorramót FGR – 13.-14. september Reykjavík
Árshátíð FGR – 14. september Reykjavík
Úlli ljóti 2 – 21. september

Margt á dagskrá í vetur

Þrátt fyrir að frisbígolf sé oft álitið sumaríþrótt þá er heldur betur líflegt starf allan veturinn. Fundir, æfingar og mót eru í hverri viku og nóg fyrir alla áhugasama að stunda þessa frábæru íþrótt. Góð leið til að skoða framboð þess sem er í boði er að skoða viðburðadagatalið hér á síðunni (hægra megin).

Vöfflufundur ÍFS

Árlegur spjallfundur okkar með kaffi og vöfflum verður haldinn fimmtudaginn 22. febrúar nk. kl. 20 í glæsulegu og endurbættu húsnæði FGR að Þorláksgeisla 51. Farið verður yfir það helsta sem er á döfinni í frisbígolfinu auk þess sem mótadagskrá sumarsins verður kynnt.

Öll velkomin, takið kvöldið frá.

Breytt Klambratún

Nú standa yfir langþráðar breytingar á folfvellinum á Klambratúni en völlurinn hefur verið um árabil einn af vinsælli völlum landsins.
Framkvæmdirnar miða að því að stækka völlinn í 14 brautir og hafa brautir verið færðar meira í útjaðar garðsins til þess að gæta að öryggi og stuðla að betra flæði við aðra notkun á svæðinu. Bætt hefur verið við 6 nýjum brautum.
Allar körfur eru komnar á rétta staði en bráðabirgðateigar eru á flestum brautum. Unnið verður að nýjum teigum og merkingum á næstu vikum og er það von okkar að breytingarnar falli í góðan jarðveg hjá spilurum.

Folfað í frosti

Nú þegar veturinn er að ganga í garð og fátt skemmtilegra en klæða sig eftir aðstæðum, grípa diskana og skella sér hring á einum af 92 völlum sem opnir eru allt árið hér á landi. Lítið mál er að spila við vetraraðstæður en gott er að hafa í huga góðir skór geta skipt miklu máli og léttir mannbroddar eru oft nauðsynlegir.

Úlli ljóti 2023

Um helgina verður haldið hið árlega folfmót “Úlli ljóti” en mótið er það elsta á landinu og hefur verið haldið á hverju ári frá árinu 2002 á vellinum á Úlfljótsvatni. Mótið er fjáröflunarmót fyrir völlinn en nýlaga voru keyptar körfur og völlurinn stækkaður í 18 brautir. Smíði á teigum er byrjuð og eru komnir tveir á braut 1 og 4. Næsta vor er síðan áformað að fjölga teigum og gera þennan skemmtilega völl enn betri.

Gullmótaröð Íslandsbikars ÍFS 2023

Í sumar voru haldin fimm Gullmót í Íslandsbikarnum og voru þrjú þeirra á Grafarholts- og Gufunesvelli en tvö á Hömrum á Akureyri.

Lokastaðan í Gullmótaröðinni er eftirfarandi:

Opinn meistaraflokkur (MPO) Ellert Georgsson
Almennur flokkur kvenna (FA1) Harpa María Reynisdóttir
Stórmeistarflokkur 40+ (MP40) Kristján Dúi Sæmundsson
Stórmeistarflokkur 50+ (MP50) Stefán Sigurjónsson
Almennur flokkur 1 (MA1) Jón Guðnason
Ungmennaflokkur 18 ára og yng (MJ18) Ares Áki Guðbjartsson

Við óskum sigurvegurum sumarsins innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.