Um ÍFS

Íslenska frisbígolfsambandið (ÍFS) var stofnað árið 2005 og er hagsmunasamband frisbígolfs á Íslandi. Sambandið leggur áherslu á að byggja upp sportið hér á landi og gefa sem flestum tækifæri á að prófa frisbígolf m.a. með því að fjölga frisbígolfvöllum, standa fyrir kynningum og námskeiðum. ÍFS stendur líka fyrir öflugu mótahaldi en haldin eru yfir 100 keppnir á hverju ári.

Stjórn ÍFS

Stjórn Íslenska frisbígolfsambandsins 2019 skipa eftirtaldir: Birgir Ómarsson, formaður, Berglind Ásgeirsdóttir gjaldkeri, Gunnar Einarsson, Runólfur Helgi Jónasson og Svandís Halldórsdóttir.

Þú getur haft samband við Íslenska frisbígolfsambandið í gegnum netfangið okkar: folf@folf.is