KEPPNIR

Íslandsbikarinn 2021

Íslandsbikarinn er mótaröð 5 frisbígolfmóta og er haldið eitt í hverjum mánuði frá maí til september. Þessi mót eru öll stærri í sniðum en hefðbundin mót og umgjörð öll meiri. Stefnt er að því að mótin séu fjölmennustu mót ársins og þannig góð auglýsing fyrir íþróttina.

Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum og eru þau verðlaun afhent í lok móts enda hvert mót sjálfstætt. Hvert sæti gefur stig til Íslandsbikarsins og verður heildarlisti birtur í lokin. Þrjú bestu mótin gilda skv. meðfylgjandi stigagtöflu. Heimilt er að skipta um flokk á milli móta en keppandi tekur ekki áunnin stig með sér á milli flokka.

Í lok mótaraðar er veittur Íslandsbikar í öllum flokkum og er bikarinn farandsbikar sem sigurvegari varðveitir í eitt ár. Hægt er að vinna hann til eignar með því að vinna hann 3 ár í röð eða 5 sinnum í heild. Ekki eru veitt heildarverðlaun fyrir annað og þriðja sæti eða í öðrum flokkum. Keppendur geta aðeins unnið lokabikar í einum flokki og er þá hærri flokkur valinn.

Mótin sem eru hluti af Íslandsbikarnum 2021 eru:

Maí  Reykjavík Open (FGR) haldið dagana 21.-23. maí

Júní  Sólstöðumót (FGR) haldið dagana 18.-20. júní

Júlí  Norðurlandsmótið (FGA) haldið dagana 23.-25. júlí

Ágúst  Íslandsmótið (ÍFS) haldið dagana 27.-29. ágúst

September  Þorramótið (FGR) haldið dagana 10.-12. september

 

11 keppnisflokkur eru í boði 2021:

 1. Meistaraflokkur opinn – MPO
 2. Meistaraflokkur kvenna – FPO
 3. Stórmeistaraflokkur 40+ – MP40
 4. Stórmeistaraflokkur 50+ – MP50
 5. Almennur flokkur 1 – MA1
 6. Almennur flokkur kvenna 1 – FA1
 7. Almennur flokkur kvenna 2 – FA2
 8. Almennur flokkur 2 – MA2
 9. Almennur flokkur 3 – MA3
 10. Ungmennaflokkur 18 ára og yngri – MJ18
 11. Barnaflokkur 12 ára og yngri – MJ12

Stigagjöf ÍFS fyrir Íslandsbikarinn skv. eftirfarandi PDGA stigakerfi sem við höfum notað frá upphafi bikarsins.

 1. sæti 100 stig
 2. sæti 90 stig
 3. sæti 80 stig
 4. sæti 72 stig
 5. sæti 50 stig
 6. sæti 35 stig
 7. sæti 25 stig
 8. sæti 15 stig
 9. sæti 10 stig
 10. sæti og hærra 2 stig

Nánara fyrirkomulag

 • Spilaðar eru amk. 36 brautir á hverju móti.
 • Mótin geta verið 2 eða 3 dagar.
 • Mót skal haldið á auglýstum dögum nema óviðráðanlegar ytri aðstæður komi í veg fyrir að það sé mögulegt.
 • Boðið er upp á 11 flokka skv. ofangreindu á öllum mótunum.
 • Skráning skal vera í minnst tveimur tímabilum þar sem meistaraflokkar fái forskot til skráningar. Engu að síður skal halda opnum minnst þremur sætum í hverjum flokki þar til viku fyrir mót.
 • Keppnisvöllur skal útbúinn minnst 18 brautum. ÍFS getur veitt undanþágu frá því séu málefnalegar ástæður að baki og ljóst sé að aðstæður rúmi væntanlegan fjölda keppenda eða allt að hámarksfjöldanum 144.
 • Keppnisvellir skulu vera í góðu standi.
 • Bjóða þarf upp á salernisaðstöðu á mótsstað.
 • Allir teigar sem notaðir verða skulu vel merktir og með sléttu undirlagi.
 • Setja skal fjöldatakmarkanir við 144 keppendur og velja velli sem bera það.
 • Æskilegt er að nota rástímastart.
 • Mótsstjóri er ekki keppandi á mótinu sem hann stýrir.
 • Mótin skulu vera PDGA vottuð.
 • Mótsgjald sé ákvarðað þannig að það skili hagnaði af hverju móti. Þessi hagnaður skilar sér í uppbyggingu sportsins og lagfæringum á völlum. Hver mótshaldari ákvarðar hvort leikmannapakki sé í boði og þá hvort hann er innifalinn eða seldur sérstaklega.
 • Jafntefli hjá keppendum í heildarniðurstöðu.
  1. Ef spilarar eru jafnir að stigum þegar þrjú bestu mótin eru tekin þá eru talin saman heildarstig af allri mótaröðinni og sá spilari sem er með fleiri stig vinnur.
  2. Ef enn er jafnt á stigum þá eru skoðaðar innbyrgðis viðureignir þessara spilara á mótaröðinni.
  3. Ef enn er jafnt þá gildir betri árangur á Íslandsmótinu.
  4. Ef enn er jafnt þá fer fram bráðabani.
 
Mótaskrá ÍFS 2020
 
Janúar
Áramótið 5. janúar – Gufunesvöllur
Kuldakast 5., 12. og 19. janúar
 
Febrúar
Bjartsýniskast – sunnudögum
 
Mars
Úlli Kaldi – Úlfljótsvatn
Bjartsýniskast – sunnudögum (kláraðist ekki vegna Covid)
PDGA deild – FGR (frestað vegna Covid)
 
Apríl
Þriðjudagsdeild byrjar – frestað vegna Covid
 
Maí
Vormót Frisbígolfbúðarinnar 8.-10. maí – Texasfyrirkomulag
Opna Reykjavíkurmótið 22.-24. maí – FGR (Íslandsbikarinn 1)
Þriðjudagsdeild Frisbígolfbúðarinnar – FGR
Fimmtudagsdeild – FGR
 
Júní
Úlli ljóti 6. júní – Úlfljótsvatn
Sólstöðumót FGR 19. -21. júní – Gufunesvelli – FGR (Íslandsbikarinn 2)
Þriðjudagsdeild Frisbígolfbúðarinnar – FGR
Fimmtudagsdeild – FGR
 
Júlí
Norðurlandsmótið 24-26. júlí – Hamrar o.fl – FGA (Íslandsbikarinn 3)
Þriðjudagsdeild Frisbígolfbúðarinnar – FGR
Fimmtudagsdeild – FGR
 
Ágúst
Íslandsmót 28.-30. ágúst – ÍFS (Íslandsbikarinn 4)
Þriðjudagsdeild Frisbígolfbúðarinnar – FGR

 

September
Þorramótið 12.-13. september – Gufunesvelli – FGR (Íslandsbikarinn 5)
Þriðjudagsdeild Frisbígolfbúðarinnar – FGR

Mótaskrá 2019

Janúar

Áramótið 6. janúar – Gufunesvöllur

Mars

Úlli Kaldi 16. mars – Úlfljótsvatn

Maí

Vormót Frisbígolfbúðarinnar 11.-12. maí – Texasfyrirkomulag

Reykjavík Open 24.-26. maí – (Íslandsbikarinn 1)

Júní

Úlli ljóti 9. júní – Úlfljótsvatn

Iceland Solstice 21.-23. júní – (Íslandsbikarinn 2)

Júlí

Norðurlandsmótið 5.-7. júlí – Hamrar o.fl – FGA (Íslandsbikarinn 3)

Sexton Shootout 13. júlí – Vífilsstaðavöllur

Styrktarmót Blæs 27. júlí – RDG

Ágúst

17.-18. ágúst – Íslandsbikarinn 4 – ÍFS

September

Íslandsmót 2019 20.-22. september ÍFS – (Íslandsbikarinn 5)

Úlli ljóti 2  28.sept – Úlfljótsvatn

Önnur mót:

Þriðjudagsdeild – maí til september

Fimmtudagsdeild – maí til ágúst

Trilogy Challenge mót

Ace Race Discraft

Haustmótaröð – október til desember

Ljósamótaröð – sept til mars

Bjartsýniskast – janúar til apríl

Kvennamótaröð

Barnamót

Mótaskráin 2018

Janúar

Áramót 7. janúar – Gufunesvöllur – ÍFS

Febrúar

Úlli kaldi 17. febrúar – Úlfljótsvatnsvöllur – ÍFS (BÓ)

Apríl

Þriðjudagsdeildin hefst – óvíst með mótshaldara

Maí

Stórmót (1) – Vormót Frisbígolfbúðarinnar 5-6. maí – Frisbígolfbúðin

Trilogy Challenge 26. maí – Grafarholt – Fuzz

Júní

Stórmót (2) – ÍFS 2018 (Úlli ljóti 9.júní) – ÍFS (BÓ)

Kvennadeildin 13. júní – Kópavogsdalur við Dalveg – ÍFS (BÁ)

Kvennadeildin 27. júní – Grafarholtsvöllur – ÍFS (BÁ)

Fimmtudagsdeildin hefst – óvíst með mótshaldara

Júlí

Landsmót UMFÍ 13-15. júlí – Sauðárkrókur

Stórmót (3) – ÍFS 2018 – Norðurlandsmótið 21. júlí – Hamrar o.fl – Akureyringarnir

Kvennadeildin 11. júlí –Kópavogsdalur við Dalveg – ÍFS (BÁ)

Kvennadeildin 25. júlí –Grafarholtsvöllur – ÍFS (BÁ)

Ágúst

Stórmót (4) – ÍFS 2018 (Reykjavík Open) – FGR

Kvennadeildin 8. ágúst –Kópavogsdalur við Dalveg – ÍFS (BÁ)

Discraft Ace Race – Gufunes – Discraft

Kvennadeildin 22. ágúst –Grafarholtsvöllur – ÍFS (BÁ)

September

Stórmót ÍFS (5) Íslandsmót 8-9. september – ÍFS

Úlli ljóti2 15. september – Úlfljótsvatnsvöllur – ÍFS (BÓ)

Október-desember

Haustmótaröðin – ÍFS

Þessu til viðbótar:

Þriðjudagsdeildin, fimmtudagsdeildin, landsbyggðarmót og ýmis aukamót.

Stórmót ÍFS

Í sumar eru 5 mót valin úr og gerð stærri en önnur mót. Það sem aðgreinir þau frá hefðbundnum mótum er að spilaðar verða amk. 27 körfur en mótin geta bæði verið eins eða tveggja daga. Sum af þessum mótum verða PDGA reituð en það liggur fyrir þegar nær dregur. Eins verður reynt að gera umgjörðina stærri en á öðrum mótum. Íslandsbikarinn verður veittur þeim sem stendur sig best á 3 af þessum 5 mótum en þau verðlaun verða afhent í lok Íslandsmóts.

Mótaskráin 2017

Hér er mótaskráin fyrir 2017.

Áramót 1. Janúar kl. 13 – Gufunesvöllur – ÍFS

Úlli kaldi (1. apríl) kl. 13 – Úlfljótsvatnsvöllur – ÍFS (BÓ)

Þriðjudagsdeildin í apríl (4 eða 11 apríl) – Gufunesvöllur – Frisbígolfbúðin

Fimmtudagsdeildin ( dagsetning kemur síðar) – Frisbígolfbúðin

Vormót Frisbígolfbúðarinnar 6.-7. Maí – Gufunesvöllur – Frisbígolfbúðin

Triology Challenge 27. maí – Fossvogur – Fuzz

Triology Challenge Akureyri 3.júní – Hrafnagil – Fuzz

Kvennadeildin 7. júní – Klambratún kl. 18 – ÍFS 

Úlli ljóti 10. júní – Úlfljótsvatnsvöllur – ÍFS 

Kvennadeildin 21. júní – Fossvogur – ÍFS 

Euro Tour mót 1.-3..júlí – Gufunesvöllur – Frisbígolfbúðin

Kvennadeildin 5. júlí – Klambratún kl. 18 – ÍFS 

Fimmtudagsdeildin 13. júlí – Fossvogsvöllur kl. 19 – FKH og FHH 

Norðurlandsmótið 15. júlí – Hamrar kl. 10 – Akureyringarnir

Kvennadeildin 19. júlí – Fossvogur kl. 18 – ÍFS 

Fimmtudagsdeildin Texas liðakeppni 20. júlí – Fossvogsvöllur kl. 19 – FKH og FHH 

Fimmtudagsdeildin 27. júlí – Fossvogsvöllur kl. 19 – FKH og FHH 

Kvennadeildin 2. ágúst – Klambratún kl. 18 – ÍFS 

Fimmtudagsdeildin 3. ágúst – Fossvogsvöllur kl. 19 – FKH og FHH

Fimmtudagsdeildin 10. ágúst – Fossvogsvöllur kl. 19 – FKH og FHH 

Kvennadeildin lokamót 16. ágúst – Fossvogur kl. 18 – ÍFS 

Fimmtudagsdeildin Texas liðakeppni 17. ágúst – Fossvogsvöllur kl. 19 – FKH og FHH 

Discraft Ace Race 19. ágúst – Akureyri – Discraft

Discraft Ace Race 26. ágúst – Gufunes – Discraft

Íslandsmót í Texas 1. september- Klambratún – ÍFS

Íslandsmót 2.-3. september- Gufunesvöllur – ÍFS

Úlli ljóti2 23. september– Úlfljótsvatnsvöllur – ÍFS 

Púttkeppni og lengdarkeppni haldin 23. september á Úlla

Haustmótaröðin 11 mót á 11 völlum – ÍFS

 1.   11-11 haustmótaröðin 30. september kl. 13 – Breiðholtsvöllur (Fella og hóla)
 2.   11-11 haustmótaröðin 7. október kl. 13 – Seltjarnarnes
 3.   11-11 haustmótaröðin 14. október kl. 13 – Mosfellsvöllur
 4.   11-11 haustmótaröðin 21. október kl. 13 – Víðistaðatún
 5.   11-11 haustmótaröðin 28. október kl. 13 – Gufunes
 6.   11-11 haustmótaröðin 4. nóvember kl. 13 – Laugardalur
 7.   11-11 haustmótaröðin 11. nóvember kl. 13 – Fossvogsvöllur
 8.   11-11 haustmótaröðin 18. nóvember kl. 13 – Klambratún
 9.   11-11 haustmótaröðin 25. nóvember kl. 13 – Kópavogsdalur
 10.   11-11 haustmótaröðin 2. desember kl. 13 – Seljavöllur
 11.   11-11 haustmótaröðin 9. desember kl. 13 – Grafarholt

Mótaskráin 2016

Nú liggur fyrir mótaskráin 2016 en mótin í sumar verða 60 talsins auk minni móta sem haldin eru án aðkomu ÍFS. Við hvetjum alla til að taka þátt. Í þriðjudagsdeildinni er t.d. keppt með forgjöf sem hentar nýliðum mjög vel.

motaskra

Frisbígolfmót – dagskráin 2015

 1. Áramót 4. janúar kl. 13 – Gufunesvöllur
 2. Opnunarmót 16. apríl kl. 18 – Mosfellsbær
 3. Texas mánaðarmót 21. maí kl. 19 – Fossvogur
 4. Úlli ljóti 11. júní kl. 19.30 – Úlfljótsvatnsvöllur
 5. Texas mánaðarmót 18. júní kl. 23 – Laugardalur (Jónsmessumót)
 6. FUZZ Trilogy Challenge 27. júní kl. 13 – Klambratún
 7. Norðurlandsmót 4. júlí kl. 11 – Hamrar, Hamrakotstún, Glerárvöllur
 8. Texas mánaðarmót 16. júlí kl. 19 – Klambratún
 9. Texas mánaðarmót 20. ágúst kl. 19 – Breiðholt
 10. Discraft Acerace 30. ágúst kl. 13 – Gufunesvöllur
 11. Unglingalandsmót UMFÍ 31. júlí -2. ágúst – Akureyri
 12. Íslandsmót í Texas 4. september kl. 19 – Klambratúnsvöllur
 13. Íslandsmót: 5-6. september kl. 10 – Gufunesvöllur (ofl.)
 14. Mánaðarmót 17. september kl. 18 – Laugardalur
 15. Úlli ljóti2 19. september kl. 12 – Úlfljótsvatnsvöllur (púttkeppni og lengdarkeppni)

Þriðjudagsdeild Fribígolfbúðarinnar

Þriðjudagsdeild Frisbígolfbúðarinnar verður mótaröð sem bætist við mótaskrána en notast verður við stigakerfi PDGA (ratings). Haukur hjá FGB hefur kynnt þetta sérstaklega og hægt er að skoða þetta á vefsíðu Frisbígolfbúðarinnar (www.frisbigolf.is).

999 Haustmótaröðin  9 mót – 9 vikur – 9 vellir

 1. 999 haustmótaröðin 17. október – Seltjarnarnes
 2. 999 haustmótaröðin 24. október – Laugardalur
 3. 999 haustmótaröðin – 31. október – Víðistaðatún
 4. 999 haustmótaröðin – 7. nóvember – Seljavöllur
 5. 999 haustmótaröðin – 14. nóvember – Mosfellsbær
 6. 999 haustmótaröðin – 21. nóvember – Breiðsholtsvöllur
 7. 999 haustmótaröðin – 28. nóvember – Fossvogsvöllur
 8. 999 haustmótaröðin – 5. desember – Klambratún
 9. 999 haustmótaröðin – 12. desember – Gufunes

Ekkert keppnisgjald er fyrir félagsmenn ÍFS, 500 kr. fyrir aðra.

Frisbígolfmót – dagatalið 2014

Á vegum ÍFS verða haldin 11 mót árið 2014

Mánaðarmót – haldin þriðja fimmtudag hvers mánaðar.
Íslandsmót – haldið í byrjun september.

Áramót – haldið fyrsta sunnudag hvers árs (janúar).

 

Janúar 2014

Áramót 5. janúar kl. 13 – Gufunesvöllur

  

Apríl 2014

Mánaðarmót 17. apríl kl. 13 – Fossvogsvöllur

Spilað verður eftir nýju skipulagi vallarins og settur upp ferðakörfur.

Maí 2014

Mánaðarmót 22. maí kl. 19 – Gufunesvöllur

Júní 2014

Úlli ljóti 5. júní kl. 19.30 – Úlfljótsvatnsvöllur

Mánaðarmót 19. júní kl. 23 – Gufunesvöllur (Jónsmessumót)

Júlí 2014

Norðurlandsmót 12. júlí kl. 11 – Akureyrarvöllur

Mánaðarmót 17. júlí kl. 19 – Gufunesvöllur

Ágúst 2014

Mánaðarmót 21. ágúst kl. 19 – Gufunesvöllur

Discraft Acerace 31. ágúst kl. 13 – Gufunesvöllur

September 2014

Íslandsmót í Texas 5. september kl. 19 – Klambratúnsvöllur

Íslandsmót: 6-7.  september kl. 10 – Gufunesvöllur (ofl.)

Mánaðarmót 18. september kl. 19 – Fossvogsvöllur (tveir hringir)

Úlli ljóti 2 þann 20. september kl. 12 – Úlfljótsvatnsvöllur (einnig lengdar- og púttkeppni)

Janúar 2015

4. janúar 2014 kl. 13 – Gufunesvöllur