KEPPNIR

Íslandsbikarsmótaröð ÍFS sumarið 2023 verður með breyttu sniði frá því í fyrra en áfram verða þetta tvær mótaraðir sem byggjast upp á 5 sjálfstæðum mótum þar sem þrjú bestu mótin gilda til stiga en stigahæsti spilarinn vinnur Íslandsbikarinn í lok síðasta mótsins. Hægt er að færa sig á milli mótaraða (úr Silfur í Gull) en ekki er hægt að keppa í þeim báðum. Keppendur geta aðeins unnið lokabikar í einum flokki og er þá hærri flokkur valinn. Íslandsmótið verður ekki hluti af Íslandsbikarnum. 

Keppnisflokkar gullmótaraðarinnar verða: MPO, FPO, MP40, MP50, MJ18, MA1 og FA1
Mótin gefa PDGA stig og það verða PDGA stiga lágmörk fyrir þátttöku í gullmótaröðinni.

Keppnisflokkar silfurmótaraðarinnar verða: FA2, MA2, MA3, MA40, MA50, MJ12 og MJ15. Mótin gefa PDGA stig en ekki verða PDGA stiga lágmörk fyrir þátttöku í silfurmótaröðinni.

 

Nánar um Gullmótaröðina

Nánar um Silfurmótaröðina

Nánar um Kvennamótaröðina