Gullmótaröðin 2023

Gullmótaröðin verður áfram 2-3 daga mót eins og verið hefur og spilaðir þrír 18 brauta hringir. Gullmótaröðin gefur PDGA stig en sett verða PDGA stiga lágmörk fyrir þátttöku í mótunum í öllum flokkum.
Keppnisflokkar gullmótaraðarinnar verða: MPO, FPO, MP40, MP50, MJ18, MA1 og FA1 

Íslandsbikarinn Gullmót 1  Vormót Frisbígolfbúðarinnar 29.-1. maí – FGB Reykjavík

Íslandsbikarinn Gullmót 2  Akureyri Open  2.-4. júní – FGA Akureyri

Íslandsbikarinn Gullmót 3  Sólstöðumót FGR  23.-25. júní – FGR Reykjavík

Íslandsbikarinn Gullmót 4  Norðurlandsmótið 21.-23. júlí – FGA Akureyri

Íslandsbikarinn Gullmót 5. Gullmót FGR 18.-20. ágúst – FGR Reykjavík

Athugið að Íslandsmótið 2023 verður ekki hluti Íslandsbikarsins. 

Nánara fyrirkomulag

  • Spilaðar eru a.m.k. 54 brautir á hverju móti.
  • Mótin geta verið tveir eða þrír dagar.
  • Mót skal haldið á auglýstum dögum nema óviðráðanlegar aðstæður komi í veg fyrir að það sé mögulegt. Varadagsetning skal vera viku síðar.
  • Hægt er að fella niður eða færa umferð á móti ef veðuraðstæður eru óviðráðanlegar. Þá er miðað við a.m.k. veðurviðvörun frá Veðurstofunni.
  • Boðið er upp á 7 flokka skv. ofangreindu á öllum mótunum. 
  • Skráning skal vera í áföngum þar sem stigahærri keppendur fá forskot til skráningar. Halda skal opnum minnst þremur sætum í hverjum flokki þar til viku fyrir mót til að tryggja lágmarksþátttöku í hverjum flokki.
  • Ákveði keppandi að skipta um flokk eftir skráningu þarf hann að skrá sig út úr mótinu og inn aftur í réttum flokki.
  • Keppnisvöllur skal útbúinn minnst 18 brautum. ÍFS getur veitt undanþágu frá því séu málefnalegar ástæður að baki og ljóst sé að aðstæður rúmi væntanlegan fjölda keppenda. 
  • Keppnisvellir skulu vera í góðu standi. 
  • Umgjörð móts skal vera eins góð og mögulegt er ásamt vel mönnuðu starfsliði við mótið.  
  • Bjóða skal upp á salernisaðstöðu á mótsstað.
  • Raðað er í ráshópa eftir flokkum og getu en þó er leyfilegt að blöndun milli flokka fari fram í fyrstu umferð. 
  • Allir teigar sem notaðir verða skulu vel merktir og með sléttu undirlagi.
  • Æskilegur hámarksfjöldi á Gullmótunum er x keppendur.
  • Æskilegt er að nota rástímastart en slöngustart (shotgun start) er þó heimilt ef fjöldi bíður upp á það.
  • Mótsstjóri þarf að hafa reynslu af mótsstjórn frisbígolfmóta, hafa gild dómararéttindi (PDGA Certified Rules Official) og má ekki vera keppandi á mótinu sem hann stýrir.
  • Mótin skulu vera PDGA vottuð.

Birt með fyrirvara um breytingar.


Stigagjöf
Stigagjöf ÍFS fyrir Íslandsbikarinn er aðlagað að íslenskum keppnisfjölda og byggt á útreikningum frá þremur PDGA stigakerfum frá stórmótum erlendis. Þrjú bestu mótin af fimm gilda og vinna keppendur sér inn stig í þeim flokkum sem þeir keppa í. Skipti keppendur um flokk fylgja stigin ekki með. 

1. sæti                         100 stig

2. sæti                         90 stig

3. sæti                         81 stig

4. sæti                         72 stig

5. sæti                         64 stig

6. sæti                         56 stig

7. sæti                         49 stig

8. sæti                         42 stig

9. sæti                         36 stig

10. sæti                       30 stig

11. sæti                       25 stig

12. sæti                       20 stig

13. sæti                       16 stig

14. sæti                       12 stig

15. sæti                       9 stig

16. sæti                       6 stig

17. sæti                       4 stig

18. sæti                       2 stig

19. sæti eða neðar      1 stig 

Jafntefli hjá keppendum í heildarniðurstöðu.

Ef spilarar eru jafnir að stigum þegar þrjú bestu mótin eru tekin þá eru talin saman heildarstig í allri mótaröðinni og sá spilari sem er með fleiri stig vinnur.

Ef spilarar eru enn jafnir að stigum þá eru skoðaðar innbyrgðis viðureignir þessara spilara á mótaröðinni.Ef enn er jafnt þá skal hlutkesti ráða.