Gullmótaröðin 2024

Gullmótaröðin verður áfram 2-3 daga mót eins og verið hefur og spilaðir eru þrír 18 brauta hringir. Gullmótaröðin gefur PDGA stig og er ætlast til þess að keppendur hafi náð góðri færni í frisbígolfi, eigi að baki reynslu af keppni og þekki keppnisreglur PDGA. Keppendur í Gullmótaröðinni geta ekki keppt í Silfurmótaröðinni.

Mótin sem eru hluti af Íslandsbikarnum 2024 eru:

  • Íslandsbikarinn Gullmót 1: 31.maí – 2. júní – FGA Akureyri
  • Íslandsbikarinn Gullmót 2: 21.-23. júní – FGR Reykjavík
  • Íslandsbikarinn Gullmót 3: 12. – 14. júlí – Frisbígolfbúðin&Smartfix Reykjavík

8 keppnisflokkar eru í boði á Gullmótaröðinni 2024:

Opinn meistaraflokkur – MPO
Meistaraflokkur kvenna – FPO
Stórmeistaraflokkur 40+ – MP40
Stórmeistaraflokkur 50+ – MP50
Almennur flokkur kvenna 40+ – FA40
Almennur flokkur 1 – MA1
Almennur flokkur kvenna 1 – FA1
Ungmennaflokkur 18 ára og yngri – MJ18

Stigagjöf ÍFS fyrir Íslandsbikarinn var tekinn upp árið 2022. Stigakerfið er aðlagað að íslenskum keppnisfjölda og byggt á útreikningum frá þremur PDGA stigakerfum frá stórmótum erlendis. Öll þrjú mótin gilda til stiga og vinna keppendur sér inn stig í þeim flokkum sem þeir keppa í. Skipti keppendur um flokk fylgja stigin ekki með.

1. sæti                         100 stig
2. sæti                         90 stig
3. sæti                         81 stig
4. sæti                         72 stig
5. sæti                         64 stig
6. sæti                         56 stig
7. sæti                         49 stig
8. sæti                         42 stig
9. sæti                         36 stig
10. sæti                       30 stig
11. sæti                       25 stig
12. sæti                       20 stig
13. sæti                       16 stig
14. sæti                       12 stig
15. sæti                       9 stig
16. sæti                       6 stig
17. sæti                       4 stig
18. sæti                       2 stig
19. sæti eða neðar      1 stig

Jafntefli hjá keppendum í heildarniðurstöðu.
Ef spilarar eru jafnir að stigum þá eru skoðaðar innbyrgðis viðureignir þessara spilara á mótaröðinni.
Ef að það er jafnt þá er skoðað hvor fékk hærri reitingu í heildina úr gullmótunum þrem.
Ef enn er jafnt þá skal hlutkesti ráða.

Nánara fyrirkomulag

  • Hægt er að fella niður eða færa umferð á móti ef veðuraðstæður eru óviðráðanlegar. Þá er miðað við a.m.k. veðurviðvörun frá Veðurstofunni. Mótsstjóri tekur lokaákvörðun um það.
  • Skráning fer fram í áföngum þar sem stigahærri keppendur fá forskot til skráningar. Halda skal opnum minnst þremur sætum í hverjum flokki þar til viku fyrir mót til að tryggja lágmarksþátttöku í hverjum flokki.
  • Ákveði keppandi að skipta um flokk eftir skráningu þarf hann að skrá sig út úr mótinu og inn aftur.
  • Aðeins er hægt að sigra einn flokk í Íslandsbikarnum og gildir þá sterkari flokkurinn.
  • Við biðjum þá sem eru vanir að keppa í gullmótaröð að virða það að silfurmótin eru ætluð byrjendum og þeim sem eru að afla sér reynslu í frisbígólfi, því er illa séð að vanir leikmenn úr Gullmótunum fari að keppa í Silfurmótum í upphafi sumars.

                                                                                    Birt með fyrirvara um breytingar.