Góð hugmynd fyrir bæjarfélög

_MG_4188

Mikil aukning hefur verið síðustu ár á þeim sem hafa uppgvötað frisbígolf og eru farnir að stunda það af kappi. Komnir eru 20 vellir um allt land og vinsældir aukast á hverju ári. Þessu hafa mörg sveitarfélög tekið eftir og fáum við fjölda fyrirspurna þar sem verið er að velta því upp af hverju ætti að setja upp frisbígolfvöll í bæjarfélaginu.

Ástæðurnar eru fjölmargar. Fyrir utan tilbreytingu og fjölbreytni í afþreyingu þá er frisbígolfið sérlega hentugt fyrir alla aldurshópa og auðvelt fyrir hvern sem er að ná tökum á því.

  • Ódýrt og einfalt er að setja upp heilan völl. Engar landslagsbreytingar.
  • Kostar ekkert að spila á völlunum.
  • Búnaður spilara er mjög ódýr, í byrjun nægir einn 2.000 króna frisbídiskur.
  • Hentar allt frá börnum til ömmu og afa.
  • Hægt að spila í flestum veðrum, allt árið.
  • Holl og góð hreyfing.
  • Hægt að stunda einn eða fara með vinahópnum.
  • Færir nýtt líf á svæði þar sem er t.d. skógrækt, útivistarsvæði, almenningsgarðar ofl.
  • Viðhald á völlunum er mjög lítið.

Það er því engin spurning að frisbígolfvöllur er frábær viðbót við þá afþreyingu sem fyrir er.