
Silfurmótaröðin verður áfram 1-2 daga mót með einum til tveimur 18 brauta hringjum. Mótin gefa PDGA stig en ekki verða PDGA stiga lágmörk fyrir þátttöku í silfurmótaröðinni. Keppendur í Gullmótaröðinni geta ekki keppt í Silfurmótaröðinni enda tilgangurinn að auka framboð fyrir þennan hóp keppenda.
Keppnisflokkar silfurmótaraðarinnar verða: FA2, MA2, MA3, MA40, MA50, MJ12 og MJ15.
Mótin sem eru hluti af Íslandsbikarnum 2023 eru:
Íslandsbikarinn Silfurmót 1 Höfuðborgarsvæðið 27.-28. maí – FGR
Íslandsbikarinn Silfurmót 2 Selfossvöllur 18. júní – FGS
Íslandsbikarinn Silfurmót 3 Njarðvíkurskógar 15.-16. júlí – FFS
Íslandsbikarinn Silfurmót 4 Vífilsstaðavöllur 29.-30. júlí – FGB
Íslandsbikarinn Silfurmót 5. Akureyri 26.-27. ágúst – FGA
Stigagjöf
Stigagjöf ÍFS fyrir Íslandsbikarinn er aðlagað að íslenskum keppnisfjölda og byggt á útreikningum frá þremur PDGA stigakerfum frá stórmótum erlendis. Þrjú bestu mótin af fimm gilda og vinna keppendur sér inn stig í þeim flokkum sem þeir keppa í. Skipti keppendur um flokk fylgja stigin ekki með.
1. sæti 100 stig
2. sæti 90 stig
3. sæti 81 stig
4. sæti 72 stig
5. sæti 64 stig
6. sæti 56 stig
7. sæti 49 stig
8. sæti 42 stig
9. sæti 36 stig
10. sæti 30 stig
11. sæti 25 stig
12. sæti 20 stig
13. sæti 16 stig
14. sæti 12 stig
15. sæti 9 stig
16. sæti 6 stig
17. sæti 4 stig
18. sæti 2 stig
19. sæti eða neðar 1 stig
Jafntefli hjá keppendum í heildarniðurstöðu.
Ef spilarar eru jafnir að stigum þegar þrjú bestu mótin eru tekin þá eru talin saman heildarstig í allri mótaröðinni og sá spilari sem er með fleiri stig vinnur.
Ef spilarar eru enn jafnir að stigum þá eru skoðaðar innbyrgðis viðureignir þessara spilara á mótaröðinni.Ef enn er jafnt þá skal hlutkesti ráða.