Vísindi folfdiska

Frisbígolfdiskar líta við fyrstu sýn út eins og venjulegur frisbídiskar, en hönnun þeirra er miklu flóknari. Vísindin á bak við þessa diska margbreytileg og gerir þannig frisbígolf að alvöru íþrótt. Ólíkt venjulegum frisbídisk, sem er hannaður aðallega til að kasta á milli fólks og auðvelt er að kasta, eru frisbígolfdiskar hannaðir til að fylgja ákveðnum flugferlum, hraða og fjarlægðum.

Hver diskur er hannaður með hæfilega blöndu af lögun, þyngd og efni sem ákvarðar hvernig hann flýgur. Kantur disksins (frá brún að miðju), til dæmis, hefur mikil áhrif á loftaflfræði hans. Breiðari kantur gerir diskinn hraðari en erfiðara að stjórna, á meðan mjórri kantur býður upp á meira eftirlit en minni hraða. Þykkt disksins hefur einnig áhrif; þykkari diskar eru oft stöðugri í loftinu og standast betur breytingar á flugi vegna vinds eða annarra þátta.

Plastefnið er annar lykilþáttur. Mismunandi tegundir af plasti bjóða upp á breytilegt grip, endingu og sveigjanleika. Stífari diskur flýgur venjulega hraðar og með meiri stöðugleika, á meðan sveigjanlegri diskur gæti verið þægilegri í hendi en getur verið óstöðugri í flugi.

Þyngd disksins hefur einnig áhrif á flug hans. Léttari diskar eru oft auðveldari að kasta og geta náð meiri lengd með minni fyrirhöfn, en þeir geta verið viðkvæmari fyrir vindi. Þyngri diskar, aftur á móti, veita meiri stöðugleika og stjórn, sérstaklega í vindi, en krefjast meira afli til að kasta vel.

Einn mikilvægasti þátturinn í hönnun disksins er jafnvægið milli lyftikrafts og loftmótstöðu. Lyftikraftur heldur disknum á lofti, á meðan loftmótstaða hægir á honum. Framleiðendur diskanna sameina þessa krafta vandlega með því að breyta lögun disksins, þyngdardreifingu og yfirborðsefni. Markmið þeirra er að búa til disk sem getur haldið fyrirfram ákveðinni flugleið, hvort sem hann er hannaður fyrir langa og beina fluglínu eða skarpa beygju fram hjá hindrun.

Snúningur hefur einnig mikil áhrif. Því hraðar sem diskurinn snýst, því stöðugri verður flug hans. Þess vegna leggja reyndir leikmenn mikla áherslu á grip og tækni þegar disknum er sleppt  – þeir eru ekki bara að kasta disknum, þeir eru að gefa honum rétta snúninginn fyrir þá flugleið sem þeir vilja ná.

Á undanförnum árum hefur tæknin gert vísindin á bak við frisbígolf diska enn fullkomnari. Tölvuhermanir og vindgöngrannsóknir gera framleiðendum kleift að fínstilla hönnun áður en þeir framleiða endanlega frumgerð. Þessi nákvæmni þýðir að diskar dagsins í dag eru sérhæfðari en nokkru sinni fyrr, með valmöguleika fyrir hverja tegund kasts, færni spilara og þær hindranir sem vellirnir bjóða upp á.

Fyrir frisbígolfara getur skilningur á vísindunum á bak við búnaðinn haft mikil áhrif á frammistöðuna. Að velja rétta diskinn fyrir kastið og vita hvernig á að kasta honum – getur gert góðan leik enn betri. Hvort sem þú ert að byrja eða ert vanur spilari þá eykur góður skilningur á flóknum þáttum diskahönnunar getu og ánægju í leikinn.
Greinin er byggð á erlendri grein

Haustfolf er skemmtilegt!

Nú er góður tími til að spila frisbígolf enda allir vellir opnir allt árið. Margir vellir eru komnir með heilsársteiga sem gerir ánægjuna enn betri að spila og við sjáum að þeir vellir eru töluvert vinsælli en aðrir. Hlýr fatnaður og góð húfa er það eina sem þarf og svo bara hugafarið að drífa sig af stað – og taktu vinina með!

Góða skemmtun!

Betri folfvelli!

Nú þegar sumarið er á enda og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir næsta ár eru komnir í fulla vinnu þykir okkur rétt að hvetja þau til að huga að frisbígolfinu, einu best heppnaðu leið undanfarinna ára til að fá fólk á öllum aldri til að hreyfa sig. Lýðheilsa í sinni tærustu mynd með hreyfingu og samskiptum.

Á marga folfvelli vantar að smíða heilsársteiga, teiga sem þola þetta mikla álag sem oft er á völlunum vegna mikillar notkunar og hlífa þannig viðkvæmum jarðvegi auk þess að gera notkun og upplifun spilaranna margfalt betri – allan ársins hring. Nýliðið blautt sumar er gott dæmi um hversu miklu þetta munar enda sjáum við gríðarlega mikinn mun á ástandi vallanna hvað þetta varða.

Við hvetjum því þá folfara sem eru með vanbúinn folfvöll í sínu nágrenni til að senda inn formlegt erindi til sveitarfélagsins og óska eftir endurbótum og um leið hvetjum við sveitarstjórnarfólk til að taka jákvætt í þannig erindi og setja fjármagn í smíði heilsársteiga og auka þannig stórlega notkun á völlunum. Þetta eru litlar upphæðir en skila sér marfalt til baka í aukinni hreyfingu íbúa og betri líðan.

Við hjá ÍFS getum alltaf aðstoðað og gefið góð ráð ef sent er fyrirspurn á folf@folf.is

Til hamingu Íslandsmeistarar 2024

Um helgina var haldið Íslandsmótið í frisbígolfi og fór mótið fram á völlunum í Gufunesi og Grafarholti. Spilaðir voru þrír hringir og lék veðrið við keppendur sem ekki hefur verið algengt á frisbígolfmótum í sumar. Íslandsmótið er í raun þrjú mót í einu, Meistaramót þar sem keppt er í opnum flokki og kvennaflokki, Ungmennamót þar sem allir 18 ára og yngri geta keppt og að lokum í stórmeistaraflokki sem er fyrir 40 ára og eldri. Hörkukeppni var í flestum flokkum en eftirfarandi aðilar urðu Íslandsmeistarar og óskum við þeim innilega til hamingju.

Opinn meistaraflokkur (MPO) Ellert Georgsson
Meistaraflokkur kvenna (FPO) María Eldey Kristínardóttir
Ungmennaflokkur (MJ18) Ares Áki Guðbjartsson
Stórmeistaraflokkur 40+ (MP40) Kristján Dúi Sæmundsson
Stórmeistaraflokkur 40 + (FP40) Svandís Halldórsdóttir
Stórmeistaraflokkur 50+ (MP50) Stefán Sigurjónsson

Íslandsmótið í frisbígolfi 2024

Íslandsmótið okkar verður haldið dagana 9.-11. ágúst nk. og verður keppt bæði á Grafarholts- og Gufunesvelli. Mótið er nú haldið í byrjun ágúst og eru skráðir tæplega 80 keppendur í sex flokkum og verða því sex Íslandsmeistarar krýndir sunnudaginn 11. ágúst.
Áhorfendur eru velkomnir en bæði er hægt að fylgja keppnishópum eða fylgjast með á stökum brautum og hvetjum við alla til að sjá bestu frisbígolfara landsins etja kappi á þessum tveimur erfiðu völlum.

Flestir vellir í heimi

Á Íslandi eru langflestir frisbígolfvellir í heiminum miðað við íbúafjölda en núna er völlur á hverja 3.800 íbúa. Til samanburðar þá eru Finnar í öðru sæti með einn völl á hverja 5.200 íbúa og Bandaríkin með einn völl á hverja 32.000 íbúa.
Þannig geta folfarar líklega fundið völl nálægt sínum heimahögum og margir hafa úr nokkrum að velja. Við hvetjum líka þá sem eru á ferð um landið að stoppa við og spila þá velli sem eru í leiðinni enda oft kærkomið að teygja úr sér og taka hring.

Hér er uppfært Íslandskort sem gefur ágæta yfirsýn yfir vellina hér á landi en nánari upplýsingar og vallarkort eru á þessari síðu undir flipanum “Folfvellir”.

Hundraðasti völlur landsins tekinn í notkun við Ljósafoss

Nú er búið að setja upp glæsilegan 18 brauta frisbígolfvöll á svæði Landsvirkjunar í Soginu og liggur völlurinn á milli Ljósafossvirkunar og Írafossvirkjunar þar sem áður var golfvöllur. Mikið er lagt í vandaða teiga og umgjörð vallarins og góð blanda af löngum og stuttum brautum. Á svæðinu var líka settur upp skemmtilegur 9 brauta púttvöllur sem gaman er að spreyta sig á óháð getu.

Íslandsmót barna í frisbígolfi

Nú er komið á þessum skemmtilega viðburði sem haldinn er fyrir yngri keppendur í okkar frábæru íþrótt. Öll eru auðvitað velkomin óháð getu eða reynslu í frisbígolfi.

Boðið er upp á 10 keppnisflokka en þeir eru: 15, 12, 10, 8, 6 ára og yngri í bæði stelpu og strákaflokkum. Nánari upplýsingar verða birtar hér á síðunni þegar nær dregur. Takið daginn frá.