Hundraðasti völlur landsins tekinn í notkun við Ljósafoss

Nú er búið að setja upp glæsilegan 18 brauta frisbígolfvöll á svæði Landsvirkjunar í Soginu og liggur völlurinn á milli Ljósafossvirkunar og Írafossvirkjunar þar sem áður var golfvöllur. Mikið er lagt í vandaða teiga og umgjörð vallarins og góð blanda af löngum og stuttum brautum. Á svæðinu var líka settur upp skemmtilegur 9 brauta púttvöllur sem gaman er að spreyta sig á óháð getu.