Folfveður

_MG_4903

Loksins, loksins er komið gott veður um allt land en riginingin hefur verið heldur mikil í sumar. Í góðveðrinu síðustu daga hafa folfarar tekið vel við sér og er Klambratúnsvöllurinn þétt setinn, dag sem nótt.

Það er mikið ánægjuefni að sjá hversu margir nýjir spilarar hafa bæst við í sumar en það  má helst líkja þetta við sprengingu. Vinsældir Klambratúnsvallarins eru það miklar að forsvarsmenn ÍFS hafa sett á það mikla áherslu að opnaðir verði nýjir vellir hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu næsta sumar.

Vonumst allavega eftir góðveðrissumri það sem eftir er af því.