Vel heppnuð kynning á Akureyri

_MG_4699-2

Það vita ekki allir Akureyringar að það er frábær 9 körfu völlur að Hömrum við Kjarnaskóg og er búinn að vera þar í nokkur ár.

Laugardaginn 13. júlí fór hópur norður og hélt kynningu fyrir Akureyringa auk þess sem haldið var fyrsta formlega mótið á vellinum á Hömrum. Þátttakendur voru 21 og góð stemning auk þess sem veðrið dekraði við okkur. Úrslit mótsins má sjá undir flokknum “Keppnir”. Nokkrir spilarar eru á Akureyri og vonum við að sá hópur stækki og eflist. Tjaldsvæðið á Hömrum er einnig farið að selja folfdiska.