Í gær var haldið fyrsta formlega keppnin á nýjum velli á Akranesi og var spilað á breyttum (lengdum) teigum og þremur körfum var bætt við. Spilaðir voru tveir hringir á 9 brautum í frábæru veðri. Völlurinn er einn sá skemmtilegasti á landinu og býður uppá mikla fjölbreyttni og erfiðar brautir. Mótið heppnaðist mjög vel og mál manna að völlurinn sé frábær.
Texas scramble
Folfveður
Loksins, loksins er komið gott veður um allt land en riginingin hefur verið heldur mikil í sumar. Í góðveðrinu síðustu daga hafa folfarar tekið vel við sér og er Klambratúnsvöllurinn þétt setinn, dag sem nótt.
Það er mikið ánægjuefni að sjá hversu margir nýjir spilarar hafa bæst við í sumar en það má helst líkja þetta við sprengingu. Vinsældir Klambratúnsvallarins eru það miklar að forsvarsmenn ÍFS hafa sett á það mikla áherslu að opnaðir verði nýjir vellir hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu næsta sumar.
Vonumst allavega eftir góðveðrissumri það sem eftir er af því.
Næsta mánaðarmót
Vel heppnuð kynning á Akureyri
Það vita ekki allir Akureyringar að það er frábær 9 körfu völlur að Hömrum við Kjarnaskóg og er búinn að vera þar í nokkur ár.
Laugardaginn 13. júlí fór hópur norður og hélt kynningu fyrir Akureyringa auk þess sem haldið var fyrsta formlega mótið á vellinum á Hömrum. Þátttakendur voru 21 og góð stemning auk þess sem veðrið dekraði við okkur. Úrslit mótsins má sjá undir flokknum “Keppnir”. Nokkrir spilarar eru á Akureyri og vonum við að sá hópur stækki og eflist. Tjaldsvæðið á Hömrum er einnig farið að selja folfdiska.
Íslandsmót 2013
Nú um helgina var haldið Íslandsmótið í frisbígolfi og heppnaðist það mjög vel enda lék veðrið við keppendur. Jón Símon Gíslason varð íslandsmeistari karla en hann vann opna flokkinn A. Íslandsmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir en í barnaflokki varð Sævar Breki Einarsson íslandsmeistari.
Í opnum flokki B varð Diddi sigurvegari og í byrjendaflokki vann Sturla Harðarson.
Vel heppnað miðnæturmót
Mánaðarlegt mót okkar var haldið á Klambratúnsvelli á Jónsmessunni og er spilað yfir miðnætti sem er alltaf mjög skemmtilegt. Mjög góð þátttaka var en 35 skráðu sig til leiks.
Mánaðarmeistari í opnum flokki varð Adam Jónsson og mánaðarmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir.
Fastir spilatímar í sumar
Úlli ljóti 2013
Úlli ljóti var haldinn þetta sumarið við bestu aðstæður en keppt var í tveimur flokkum, opnum og byrjendaflokki. Völlurinn á Úlfljótsvatni er fyrsti völlurinn með þrjá teiga á hverri körfu og spilaði opni flokkurinn völlinn á nýjum hvítum teigum sem gerir völlinn mjög krefjandi og skemmtilegann. Byrjendaflokkurinn spilaði á rauðum teigum. Sigurvegari í opnum flokki varð Haukur Árnason á 63 skotum en sigurvegari byrjendaflokks varð Egill Einarsson á 69 skotum.