Íslandsmót 2013

_MG_4109

Nú um helgina var haldið Íslandsmótið í frisbígolfi og heppnaðist það mjög vel enda lék veðrið við keppendur. Jón Símon Gíslason varð íslandsmeistari karla en hann vann opna flokkinn A. Íslandsmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir en í barnaflokki varð Sævar Breki Einarsson íslandsmeistari.

Í opnum flokki B varð Diddi sigurvegari og í byrjendaflokki vann Sturla Harðarson.

Allar nánari upplýsingar eru hér.

Vel heppnað miðnæturmót

20130621_013018

Mánaðarlegt mót okkar var haldið á Klambratúnsvelli á Jónsmessunni og er spilað yfir miðnætti sem er alltaf mjög skemmtilegt. Mjög góð þátttaka var en 35 skráðu sig til leiks.

Mánaðarmeistari í opnum flokki varð Adam Jónsson og mánaðarmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir.

Sjá nánar úrslit hér.

Fastir spilatímar í sumar

folf3b

Undanfarin ár höfum við verið með fasta spilatíma þar sem folfarar geta hist og tekið hring. Einnig er upplagt fyrir þá sem vilja kynna sér Frisbígolf að kíkja við og prófa. Allir velkomnir.

Mánudagur kl. 19 – Klambratúnsvöllur

Miðvikudagar kl. 19 – Gufunesvöllur

Úlli ljóti 2013

IMG_4246

Úlli ljóti var haldinn þetta sumarið við bestu aðstæður en keppt var í tveimur flokkum, opnum og byrjendaflokki. Völlurinn á Úlfljótsvatni er fyrsti völlurinn með þrjá teiga á hverri körfu og spilaði opni flokkurinn völlinn á nýjum hvítum teigum sem gerir völlinn mjög krefjandi og skemmtilegann. Byrjendaflokkurinn spilaði á rauðum teigum. Sigurvegari í opnum flokki varð Haukur Árnason á 63 skotum en sigurvegari byrjendaflokks varð Egill Einarsson á 69 skotum.

Nánari úrslit er finna hér .

Maí mánaðarmót

WP_20130516_009Vel heppnað maí mánaðarmót var haldið á Klambratúnsvelli 16. maí við bestu aðstæður. Vorbragur var á spilamennsku flestra nema Þorra sem sigraði örugglega enda spilaði hann völlinn á 47 skotum (7 undir pari). Úrslitin má sjá undir flokknum keppnir.

Fyrsta mánaðarmótið

 

Fyrsta mánaðarmótið var haldið núna í apríl en alls mættu 16 keppendur til leiks. Aprílmeistari karla er Jón Símon á 43 skotum (tveir hringir). Aprílmeistari kvenna er Guðbjörg Ragnarsdóttir á 62 skotum (tveir hringir).

Úrslit mótsins má skoða undir linknum keppnir.

 

Allt að fara í gang

Nú þegar vetur kveður eru folfarar kominn með hugann við vorið og spilamennsku sumarsins. Margir eru farnir að spila enda skemmtilegast tími ársins framundan.

PS. Minni á fund þriðjudaginn 9. apríl kl. 20 í Gufunesi sem haldinn verður sérstaklega um Íslandsmótið fyrir áhugasama.

Mótaskráin 2013

Í aðalfundi sambandsins var samþykkt ný mótaskrá fyrir árið 2013 og er hún nú komin hér á vefinn undir flokknum “keppnir”. Fyrsta mánaðarmótið verður haldið fimmtudaginn 18. apríl.

Aðalfundur ÍFS

Aðalfundur Íslenska frisbígolfsambandsins, ÍFS, verður haldinn þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 20 í Gufunesbæ.

Dagskrá fundarins verður: (skv. 5 grein laga ÍFS)

1. Skýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar lesnir og bornir upp til staðfestingar.
3. Umræður um skýrslu stjórnar og nefnda.
4. Kosið í stjórn og aðrar trúnaðarstöður.
5. Önnur mál.

Kynnt verður mótaskrá fyrir sumarið 2013.

Rétt til setu á aðalfundi með tillögu- og atkvæðisrétt eiga allir fullgildir félagar, 16 ára og eldri. Samkvæmt lögum skal boða aðalfund með minnst 10 daga fyrirvara. (4 grein). Árgjaldið 2013 verður það sama og í fyrra þ.e. 2.000 kr. og veitir helmingsafslátt á mótum ÍFS, atkvæðisrétt á aðalfundi auk reglulegra folf-frétta.

Reikningsupplýsingar ÍFS eru: Banki: 513-14-503326, Kennitala: 450705-0630

Vonum að sjá sem flesta.