Fátt er skemmtilegra en að grípa diska og spila hring á veturna. Aðstæður eru allar öðruvísi en yfir sumartímann og því þarf að spila á annan hátt en vanalega. Í kulda haga diskarnir sér öðruvísi og flug þeirra verður annað en þegar hlýrra er. Við hvetjum alla til þess að prófa.
Category Archives: Uncategorized
Skemmtilegt áramót
Gleðilega hátíð!
Vetrarfolf!
Síðasta mánaðarmót sumarsins
Í kvöld, fimmtudaginn 20. september, verður haldið síðasta mánaðarmót sumarsins á Gufunesvellinum. Mótið hefst kl. 18.30 og byrjar skráning kl. 18. Vegna birtu þá er mikilvægt að byrja spilun tímanlega. Keppt verður í fjórum flokkum; opnum flokki, kvennaflokki, barnaflokki og byrjendaflokki.
Við hvetjum alla til þess að mæta enda veðrið alveg frábært.
Íslandsmeistaramótið 2012
Skemmtilegu Íslandsmóti er nú lokið en keppt var í fjórum flokkum um síðustu helgi. Sigurvegarar urðu Þorvaldur Þórarinsson í opnum flokki, Guðbjörg Ragnarsdóttir í kvennaflokki, Fannar Traustason í byrjendaflokki og Sævar Breki í barnaflokki.
AceRace
Skemmtilegt AceRace mót.
Á laugardaginn var haldið hið árlega AceRace mót Discraft en var full þátttaka en öll settin seldust upp. Einn ás náðist á mótinu en það var enginn annar en Bjarni töframaður sem galdraði diskinn í körfuna og stóð uppi sem sigurvegari. Nokkuð margir náðu að hitta í körfuna án þess að diskurinn færi ofan í en fyrir það er gefið M (málmur).
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá mótinu.
Ágúst mánaðarmótið
Fimmtudaginn 16. ágúst var haldið reglulegt mánaðarmót á Gufunesvellinum. Heitasti dagur sumarsins skemmdi ekki fyrir og völlurinn er í sínu besta standi. Mánaðarmeistari ágústmánaðar er Haukur Árnason.
Áfram Eygló!
Júlí mánaðarmót – Gufunesvelli
Fimmtudaginn 19. júní var haldið skemmtilegt “mánaðarmót” sem er haldið þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Völlurinn var mjög flottur og gott veður skemmdi ekki fyrir. Mánaðarmeistari karla varð Sigurjón Magnússon sem spilaði hringinn á 47 skotum. Mánaðarmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir.