Skemmtilegt áramót

Hið árlega nýársmót okkar folfara “áramótið” var haldið sunnudaginn 6. janúar við skemmtilegar aðstæður á Klambratúni. Töluverður klaki er á vellinum og víða erfitt að fóta sig. Sigurvegari varð Davíð Torfason á 51 skoti (3 undir), annar varð Jón Símon en þriðji Haukur Árnason.