Við hvetjum auðvitað folfarann okkar hana Eygló Ósk Gústafsdóttur áfram en hún keppir þessa dagana í sundi á Ólympíuleikunum í London.
Minni á miðvikudagshitting í Gufunesi í kvöld kl. 19 (miðvikudagur)
Fimmtudaginn 19. júní var haldið skemmtilegt “mánaðarmót” sem er haldið þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Völlurinn var mjög flottur og gott veður skemmdi ekki fyrir. Mánaðarmeistari karla varð Sigurjón Magnússon sem spilaði hringinn á 47 skotum. Mánaðarmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir.
Þó að frisbídiskar virki einfaldir að gerð eru mjög strangar reglur um hönnun þeirra. Þannig þurfa þeir að vera innan ákveðinna stærðar- og þyngdarmarka eins og sést á meðfylgjandi teikningu. Framleiðendur diskanna hafa síðan náð að hanna ólíka eiginleika í flugi þeirra sem gerir fjölbreyttni þeirra mikið.
Skemmtilegt miðnæturmót var haldið 21. júní sl. og var þátttaka mjög góð enda aðstæður allar þær bestu. Keppt var í fjórum flokkum en mesta þátttaka var í opnum flokki.
Á myndinni eru verðlaunahafar í kvennaflokki og varð Guðbjörg Ragnarsdóttir júnímeistari kvenna. Þorvaldur Þórarinsson er júnímeistari karla en hann vann opna flokkinn.
Nánari úrlit eru hér.
Fyrsta mánaðarmótið var haldið þann 17. maí mættu 18 keppendur til leiks. Keppt var í fjórum flokkum í fyrirtaksveðri. Fyrstu mánaðarmeistarar sumarsins eru Þorvaldur Þórarinsson í karlaflokki og Kristrún Gústafsdóttir í kvennaflokki.
Sigurvegari í barnaflokki varð Júlían Máni Kristinsson en hann sigraði Sævar Breka í bráðabana. Sigurvegari í byrjendaflokki varð Sigmar.
Nánari úrslit finnur þú á hér.