Folf á humarhátíð á Höfn

Um helgina verður settur upp folfvöllur á Höfn í Hornafirði í tilefni af humarhátiðinni. Verið er að undirbúa varanlegan völl á Höfn og var ákveðið að nota tækifærið og setja upp prufuvöll þar um helgina. Þeir Sigurþór og Haukur verða með kynningu fyrir áhugasama.