Gleðilega hátíð!

Óskum öllum folfurum gleðilegrar hátíðar, sjáumst vonandi mikið á völlunum á komandi ári.

Minni á hið árlega Áramót sem haldið verður sunnudaginn 6. janúar nk. kl. 13 á Klambratúnsvellinum. Spilaðir verða tveir hringir.

Vetrarfolf!

 

Nú er veturinn kominn og óveður síðustu daga forsmekkurinn af næstu mánuðum. Folfarar hafa verið duglegir að spila á vellinum á Klambratúni enda aðstæður þar góðar og skjólgott í vetrarrokinu.

Síðasta mánaðarmót sumarsins

Í kvöld, fimmtudaginn 20. september, verður haldið síðasta mánaðarmót sumarsins á Gufunesvellinum. Mótið hefst kl. 18.30 og byrjar skráning kl. 18. Vegna birtu þá er mikilvægt að byrja spilun tímanlega. Keppt verður í fjórum flokkum; opnum flokki, kvennaflokki, barnaflokki og byrjendaflokki.

Við hvetjum alla til þess að mæta enda veðrið alveg frábært.

AceRace

Skemmtilegt AceRace mót.

Á laugardaginn var haldið hið árlega AceRace mót Discraft en var full þátttaka en öll settin seldust upp. Einn ás náðist á mótinu en það var enginn annar en Bjarni töframaður sem galdraði diskinn í körfuna og stóð uppi sem sigurvegari. Nokkuð margir náðu að hitta í körfuna án þess að diskurinn færi ofan í en fyrir það er gefið M (málmur).

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá mótinu.

Áfram Eygló!

Við hvetjum auðvitað folfarann okkar hana Eygló Ósk Gústafsdóttur áfram en hún keppir þessa dagana í sundi á Ólympíuleikunum í London.

Minni á miðvikudagshitting í Gufunesi í kvöld kl. 19 (miðvikudagur)

Júlí mánaðarmót – Gufunesvelli

 

Fimmtudaginn 19. júní var haldið skemmtilegt “mánaðarmót” sem er haldið þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Völlurinn var mjög flottur og gott veður skemmdi ekki fyrir. Mánaðarmeistari karla varð Sigurjón Magnússon sem spilaði hringinn á 47 skotum. Mánaðarmeistari kvenna varð Guðbjörg Ragnarsdóttir.

Nánari úrslit eru hér.

Texasborgarar 2012- úrslit

Laugardaginn 7. júlí nk. var haldið skemmtilegt frisbígolfmót á Klambratúni og dí topp þremur sætunum urðu:

1. sæti – Heimir Guðbergsson 48 skot

2. sæti – Haukur Arnar Árnason 51 skot

3. sæti – Arnar Páll Unnarsson 60 skot

 

Verkfræði diska

Þó að frisbídiskar virki einfaldir að gerð eru mjög strangar reglur um hönnun þeirra. Þannig þurfa þeir að vera innan ákveðinna stærðar- og þyngdarmarka eins og sést á meðfylgjandi teikningu. Framleiðendur diskanna hafa síðan náð að hanna ólíka eiginleika í flugi þeirra sem gerir fjölbreyttni þeirra mikið.