Síðasta mánaðarmót sumarsins

Í kvöld, fimmtudaginn 20. september, verður haldið síðasta mánaðarmót sumarsins á Gufunesvellinum. Mótið hefst kl. 18.30 og byrjar skráning kl. 18. Vegna birtu þá er mikilvægt að byrja spilun tímanlega. Keppt verður í fjórum flokkum; opnum flokki, kvennaflokki, barnaflokki og byrjendaflokki.

Við hvetjum alla til þess að mæta enda veðrið alveg frábært.