
Eftir því sem frisbígolfið verður stærra hér á landi þá fjölgar heimsóknum þekktra atvinnumanna í sportinu sem finnst áhugavert að koma hingað og spila enda athyglisverð þróunin á sportinu hér á landi með yfir 70 velli í ekki stærra landi. (sem er auðvitað heimsmet miðað við höfðatölu) Um síðustu helgi var hér tvöfaldur heimsmeistari, Ricky Wysocki, sem er einn besti spilarinn í heiminum í dag og um þessa helgi er hér staddur Nathan Sexton sem varð m.a. bandarískur meistari árið 2017. Þessir tveir buðu íslenskum spilurum upp á námskeið sem voru auðvitað vel sótt en ÍFS styrkti koma þeirra til landsins.






Nú styttist í að veturinn gefi eftir en vorið er greinilega handan við hornið. Þá rennur upp mikill uppáhaldstími allra frisbígolfspilara þegar dagurinn lengist og við losnum við snjó og hálku sem hefur verið að trufla okkur í vetur. Með auknum áhuga á frisbígolfi og betri völlum (uppbyggðir teigar með góðu yfirborði) má segja að vetrarspilamennska sé orðin mjög almenn en í vetur hefur stór hópur spilað reglulega og og mót hafa verið haldin 1-2 sinnum í viku.
Eins og í öllum íþróttum þá geta allir bætt getu sína í frisbígolfi með æfingum. Þeir sem spila mest ná betri tökum á frisbígolfi og verða yfirleitt betri á öllum sviðum sportsins. Yfirleitt er talað um þrjá ólíka kastflokka í folfi, langskotin (drive), miðskotin (approach) og púttin. Gott er að æfa þessi köst í sitthvoru lagi og læra þannig vel á diskana.