Sprenging í aðsókn

Sumarið 2019 stefnir í að verða það allrastærsta í sportinu hingað til en aldrei hafa fleiri verið á völlunum en þessar fyrstu vikur sumars. Það hefur verið gaman að sjá fjölbreytta hópa spila frisbígolf en fjölskyldur eru áberandi á öllum völlum. Nú eru komnir yfir 70 vellir hér á landi og eru þeir mjög ólíkir varðandi erfiðleikastig og lengdir brauta. Metsala hefur verið í sölu diska og eru byrjendasettin sérstaklega vinsæl enda á hagstæðu verði.
Allir eru auðvitað hvattir til að fara út og spila og sérstaklega þeir sem enn hafa ekki prófað.