Íslandsmótið í frisbígolfi

Helgina 20.-22. september verður Íslandsmótið í frisbígolfi haldið en á mótinu munu bestu folfarar landsins keppa um þennan eftirsóknaverða titil. Íslandsmótið er einnig fimmta og síðasta keppni Íslandsbikarsins sem er mótaröð sem hefur verið í gangi í sumar.

Keppt er á þremur völlum til að auka fjölbreyttni og reyna á getu spilara. Vellirnir eru: Grafarholt 18 (2×9), Vífilsstaðir 18 (2×9) og Gufunes 18 brautir (rástímastart)

Mótsstjóri er Berglind Ásgeirsdóttir en hún var einnig mótsstjóri á Íslandsmótinu í fyrra.

Allir geta tekið þátt óháð kyni og aldri. Nafnbótin “Íslandsmeistari” fær eingöngu sá sem hefur íslenskan ríkisborgararétt. Boðið verður upp á 8 keppnisflokka.

Á föstudeginum verður haldið Íslandsmeistaramótið í Texas Scramble þar sem tveir eru í liði og geta allir tekið þátt í því.