Nýir Íslandsmeistarar

8 nýir Íslandsmeistarar í frisbígolfi.

Um síðustu helgi var haldið Íslandsmótið í frisbígolfi, það 15. í röðinni, og óhætt er að segja að veðrið hafi verið okkar megin en hlýtt og að mestu þurrt var allan tímann. Keppt var á fjórum völlum en keppnin hófst á vellinum í Guðmundarlundi þar sem haldið var Texas Scramble keppni á föstudeginum.
Mikil keppni var í flestum flokkum og tveir ásar og fleiri góð tilþrif litu dagsins ljós. Hér er hópmynd af sigurvegurum helgarinnar og óskum við þeim öllum til hamingju.

Íslandsmeistarar urðu:
Opinn meistaraflokkur: Blær Örn Ásgeirsson
Meistaraflokkur kvenna: Kolbrún Mist Pálsdóttir
Stórmeistararflokkur: Árni Sigurjónsson
Ungmennaflokkur: Rafael Rökkvi Freysson
Barnaflokkur: Alexander Októ Þorleifsson
Almennur flokkur 1: Pedro Luis Carvalho
Almennur flokkur 2: Kristinn Þorri Þrastarson
Almennur flokkur kvenna: Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir

Öll úrslit má sjá hér: https://discgolfmetrix.com/1080408