Frisbíhaust

Nú er haustið gengið í garð eftir frábært sumar og auðvitað er hægt að spila frisbígolf áfram eins og ekkert sé. Nú eru bestu vellirnir þeir sem eru með góða teiga (heilsársteiga) með undirlagi sem þolir þessa notkun þegar mikil bleyta er og grasið er viðkvæmt.
Á höfuðborgarsvæðinu eru byrjaðar tvær mótaraðir sem opnar eru fyrir alla, annarsvegar Sunnudagsdeildin sem spiluð á hverjum sunnudegi kl. 13 á vellinum í Grafarholti (Þorláksgeisla 51) og Ljósasérían sem spiluð er á miðvikudögum kl. 20 á mismunandi völlum. Þá eru sett ljós á diskana og spilað í myrkri. Nánari upplýsingar um þessi tvö mót eru á www.fgr.is.
Að auki verða inniæfingar í vetur fyrir þá sem vilja en við erum með Egilshöllina kl. 20 á laugardögum og í Fellaskóla á þriðjudögum kl. 20. Allir velkomnir.