Nýr 18 brauta völlur á Akureyri

Þessa dagana var verið að klára uppsetningu á nýjum 18 brauta velli á Háskólasvæðinu á Akureyri. Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Glerárskóla þurfti sá völlur að færast og kom þá upp sú hugmynd að setja hann á svæðið fyrir aftan Háskólann á Akureyri og stækka hann um leið í 18 brautir.
Þetta er aðeins þriðji völlurinn á Íslandi sem er með 18 brautir (hinir eru í Gufunesi og að Hömrum) en það sem er óvenjulegt við þennan að allar brautir eru mjög stuttar þannig að þetta er ekki hefðbundinn keppnisvöllur. Við vonum að völlurinn verði mjög skemmtilegur, einskonar stærri og erfiðari útgáfa af Hamarskotstúni.
Eins og aðrir vellir er frítt að spila á honum og við hvetjum alla til að prófa.