Laugardaginn 7. júlí nk. var haldið skemmtilegt frisbígolfmót á Klambratúni og dí topp þremur sætunum urðu:
1. sæti – Heimir Guðbergsson 48 skot
2. sæti – Haukur Arnar Árnason 51 skot
3. sæti – Arnar Páll Unnarsson 60 skot
Þó að frisbídiskar virki einfaldir að gerð eru mjög strangar reglur um hönnun þeirra. Þannig þurfa þeir að vera innan ákveðinna stærðar- og þyngdarmarka eins og sést á meðfylgjandi teikningu. Framleiðendur diskanna hafa síðan náð að hanna ólíka eiginleika í flugi þeirra sem gerir fjölbreyttni þeirra mikið.
Skemmtilegt miðnæturmót var haldið 21. júní sl. og var þátttaka mjög góð enda aðstæður allar þær bestu. Keppt var í fjórum flokkum en mesta þátttaka var í opnum flokki.
Á myndinni eru verðlaunahafar í kvennaflokki og varð Guðbjörg Ragnarsdóttir júnímeistari kvenna. Þorvaldur Þórarinsson er júnímeistari karla en hann vann opna flokkinn.
Nánari úrlit eru hér.
Fyrsta mánaðarmótið var haldið þann 17. maí mættu 18 keppendur til leiks. Keppt var í fjórum flokkum í fyrirtaksveðri. Fyrstu mánaðarmeistarar sumarsins eru Þorvaldur Þórarinsson í karlaflokki og Kristrún Gústafsdóttir í kvennaflokki.
Sigurvegari í barnaflokki varð Júlían Máni Kristinsson en hann sigraði Sævar Breka í bráðabana. Sigurvegari í byrjendaflokki varð Sigmar.
Nánari úrslit finnur þú á hér.
Nú er allt að fara í gang á folfvöllum landsins enda veðrið að batna með hverri vikunni. Næsta fimmtudag verður fyrsta “mánaðarmótið” í sumar en það verður haldið þriðja fimmtudag í hverjum mánuði fram á haust. Mótið fer fram á vellinum á Klambratúni og hefst kl. 19. Keppt verður í opnum flokki, kvennaflokki, byrjendaflokki og barnaflokki. Keppnisgjald er 1.000 kr. fyrir félaga ÍFS (2.000 fyrir aðra). Við hverjum alla til að mæta og hafa gaman að.
Sunnudaginn 6. maí verður Haukur Árnason með kynningu á folfi og heldur um leið mót á Klambratúni en slíkur viðburður fer fram víða um heim þennan dag undir nafninu “World Biggest Discgolf Weekend” hvorki meira né minna. Allar nánari upplýsingar eru á Facebook síðunni okkar en kynningin hefst kl. 14. Við hvetjum alla til að mæta með vini eða ættingja sem langar að kynnast þessu skemmtilega sporti.