
Sumarið 2019 stefnir í að verða það allrastærsta í sportinu hingað til en aldrei hafa fleiri verið á völlunum en þessar fyrstu vikur sumars. Það hefur verið gaman að sjá fjölbreytta hópa spila frisbígolf en fjölskyldur eru áberandi á öllum völlum. Nú eru komnir yfir 70 vellir hér á landi og eru þeir mjög ólíkir varðandi erfiðleikastig og lengdir brauta. Metsala hefur verið í sölu diska og eru byrjendasettin sérstaklega vinsæl enda á hagstæðu verði.
Allir eru auðvitað hvattir til að fara út og spila og sérstaklega þeir sem enn hafa ekki prófað.





Nú styttist í að veturinn gefi eftir en vorið er greinilega handan við hornið. Þá rennur upp mikill uppáhaldstími allra frisbígolfspilara þegar dagurinn lengist og við losnum við snjó og hálku sem hefur verið að trufla okkur í vetur. Með auknum áhuga á frisbígolfi og betri völlum (uppbyggðir teigar með góðu yfirborði) má segja að vetrarspilamennska sé orðin mjög almenn en í vetur hefur stór hópur spilað reglulega og og mót hafa verið haldin 1-2 sinnum í viku.
Eins og í öllum íþróttum þá geta allir bætt getu sína í frisbígolfi með æfingum. Þeir sem spila mest ná betri tökum á frisbígolfi og verða yfirleitt betri á öllum sviðum sportsins. Yfirleitt er talað um þrjá ólíka kastflokka í folfi, langskotin (drive), miðskotin (approach) og púttin. Gott er að æfa þessi köst í sitthvoru lagi og læra þannig vel á diskana.