
Íslenska frisbígolfsambandið hefur í samvinnu við finnska folfsambandið haldið leiðbeinendanámskeið í frisbígolfi en tilgangur þess að að auka gæði og fagmennsku í kennslu og námskeiðahaldi hér á landi. Núna eru 12 manns búin að útskrifast af fyrsta námskeiðinu og eru því formlega ÍFS frisbígolfkennarar.
Ef þig vantar kennslu í frisbígolfi þá er boðið bæði upp kennslu fyrir einstaklinga og hópa. Hafið samband við okkur á folf@folf.is eða beint við viðkomandi kennara.
Frisbígolfkennarar ÍFS
- Andri Freyr Gunnarsson – andri@fuzz.is
- Árni Sigurjónsson – arni@frisbigolf.is
- Berglind Ásgeirsdóttir – blind.asgeirsdottir@gmail.com
- Birgir Ómarsson – biggiomars@gmail.com
- Blær Örn Ásgeirsson – fotbolti7@gmail.com
- Bogi Bjarnason – bogi@rvkdiscgolf.com
- Guðbjörg Ragnarsdóttir – guragn@gmail.com
- Hlynur Friðriksson -hlynurfrid@gmail.com
- Kristján Dúi Sæmundsson – kristjan.dui.saemundsson@rvkskolar.is
- Mikael Máni Freysson – mikaelmanifreys98@gmail.com
- Ólafur Haraldsson – olafur@ennemm.is
- Ragnhildur Einarsdóttir – ragga.einars@gmail.com
Bættu getu þína og skelltu þér á námskeið!







Nú styttist í að veturinn gefi eftir en vorið er greinilega handan við hornið. Þá rennur upp mikill uppáhaldstími allra frisbígolfspilara þegar dagurinn lengist og við losnum við snjó og hálku sem hefur verið að trufla okkur í vetur. Með auknum áhuga á frisbígolfi og betri völlum (uppbyggðir teigar með góðu yfirborði) má segja að vetrarspilamennska sé orðin mjög almenn en í vetur hefur stór hópur spilað reglulega og og mót hafa verið haldin 1-2 sinnum í viku.