Í dag var haldið skemmtilegt ásamót í Gufunesi þar sem takmarkið var að fá sem flestar holur í höggi. Allir spila með sömu tegund af diski en þetta árið varð fyrir valinu pútter frá Discraft. Frábært veður og góð þátttaka gerði þetta að skemmtilegu folfmóti sem verður haldið aftur að ári. 12 ásar náðust á mótinu og konurnar gerðu sér lítið fyrir og náðu 3 þeirra. Sigurvegari varð Haukur Árnason með tvo ása en það þurfti bráðabana á milli hans og Jóns Halldórs Arnarssonar til að skera út um úrslitin. Haukur er þriðji frá vinstri í aftari röð á myndinni.
Skorkort og vallarkort
Scott Rief í heimsókn
Síðustu daga hefur bandaríski folfarinn Scott Rief verið í heimsókn hér á landi en hann millilenti hér í tvo daga á leið sinni frá Finnlandi þar sem hann keppti á Evrópumótinu í frisbígolfi. Scott er einn sterkasti spilarinn sem hefur heimsótt okkur en hann hefur unnið sér inn rúma eina milljón króna í verðlaunapening á mótum. Scott sýndi okkur ýmis handbrögð upp í Gufunesi og eitthvað af því var tekið upp. Það efni verður sett á síðuna fljótlega.
Klambratúnið slær í gegn
Nú í sumar var opnaður nýr glæsilegur völlur á Klambratúni og við hvetjum alla til þess að mæta þangað og spila. Fyrsti teigur er við bílastæðið (vestanmegin) en þar er kort af vellinum. Á skiltinu er póstkassi með skorkortum. Verið líka óhrædd við að spyrja þá sem greinilega eru vanir.
Komið endilega og prófið – það kostar ekkert.