Klambratúnið slær í gegn

Nú í sumar var opnaður nýr glæsilegur völlur á Klambratúni og við hvetjum alla til þess að mæta þangað og spila. Fyrsti teigur er við bílastæðið (vestanmegin) en þar er kort af vellinum. Á skiltinu er póstkassi með skorkortum. Verið líka óhrædd við að spyrja þá sem greinilega eru vanir.

Komið endilega og prófið – það kostar ekkert.