Scott Rief í heimsókn

Síðustu daga hefur bandaríski folfarinn Scott Rief verið í heimsókn hér á landi en hann millilenti hér í tvo daga á leið sinni frá Finnlandi þar sem hann keppti á Evrópumótinu í frisbígolfi. Scott er einn sterkasti spilarinn sem hefur heimsótt okkur en hann hefur unnið sér inn rúma eina milljón króna í verðlaunapening á mótum. Scott sýndi okkur ýmis handbrögð upp í Gufunesi og eitthvað af því var tekið upp. Það efni verður sett á síðuna fljótlega.