Ásamót í Gufunesi (AceRace)

Í dag var haldið skemmtilegt ásamót í Gufunesi þar sem takmarkið var að fá sem flestar holur í höggi. Allir spila með sömu tegund af diski en þetta árið varð fyrir valinu pútter frá Discraft. Frábært veður og góð þátttaka gerði þetta að skemmtilegu folfmóti sem verður haldið aftur að ári. 12 ásar náðust á mótinu og konurnar gerðu sér lítið fyrir og náðu 3 þeirra. Sigurvegari varð Haukur Árnason með tvo ása en það þurfti bráðabana á milli hans og Jóns Halldórs Arnarssonar til að skera út um úrslitin. Haukur er þriðji frá vinstri í aftari röð á myndinni.