Íslandsmótið 2017

Stærsta mót ársins er að sjálfsögðu Íslandsmótið í frisbígolfi en það verður haldið fyrstu helgina í september. Við bjóðum í ár upp á 7 flokka þar sem tekið er tillit til styrkleika og áhuga keppenda sem er að sjálfsögðu misjafn. Við hvetjum alla folfara til að taka þátt í þessu skemmtilega móti, hvort sem þið eruð nýlega byrjuð eða búin að keppa í mörg ár. Nánari upplýsingar og dagskrá mótsins má finna hér á síðunni undir flokknum “keppnir”.
Sjáumst á Íslandsmótinu.

Íslandsmót 2017