Íslandsmót 2017

Íslandsmót í frisbígolfi 2017

1-3. september 2017

Íslandsmótið í frisbígolfi er stærsta mót sinnar tegundar hér á landi en keppt er á fjórum völlum og í 7 flokkum. Þrír Íslandsmeistarar verða krýndir á mótinu þ.e. í opnum flokki, kvennaflokki og barnaflokki auk þess sem Íslandsmeistarar verða krýndir í Texas Scramble en þar er keppt bæði í opnum flokki og kvennaflokki.

Mótshaldari er Íslenska frisbígolfsambandið (ÍFS)

Mótsstjóri er Haukur Árnason sem skipaður er af ÍFS, hann er ekki keppandi á mótinu. Skipuð er 3 manna dómnefnd sem úrskurðar um kæruatriði sem mótsstjóri getur ekki skorið úr um.

Hverjir geta tekið þátt?

Allir geta tekið þátt óháð kyni og aldri. Nafnbótin “Íslandsmeistari” fær eingöngu sá sem hefur íslenskan ríkisborgararétt. Öllum er heimilt að keppa í opnum flokki A, B, og C, óháð kyni og aldri.

Keppt er í eftirtöldum flokkum:
Opinn flokkur A, B og C

Kvennaflokkur A og B

Barnaflokkur A og B

Keppnisvellir:

Texas Scramble mótið fer frá á vellinum í Kópavogsdal (við Dalsveg)

A-flokkar keppa í Gufunesi

Opinn B-flokkur keppir í Gufunesi

B-flokkur kvenna og B-flokkur barna keppa í Fossvogi/Laugardal

 

Skilgreining á flokkum:

Opinn flokkur

Keppt er i A, B og C flokkum. A- og B-flokkar spila af bláum teigum og ákveða keppendur sjálfir í hvorn flokkinn þeir skrá sig. Eingöngu A flokkur spilar úrslit á sunnudegi. Í opnum flokki er það eingöngu sigurvegari A- flokks sem fær nafnbótina Íslandsmeistari í frisbígolfi 2017.

Flokkur A spilar 3×18 körfur í Gufunesi, auk úrslita fyrir efstu spilara.

Flokkur B spilar 3×18 körfur og klárar keppni um hádegi á sunnudag.

Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í B-flokki.

Flokkur C spilar samtals 18 körfur, fyrst 9 í Laugardal og síðan 9 í Fossvogi. Spilað er af hvítum teigum. Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í C-flokki.

Keppnisgjald í opnum A- og B-flokki er 4.000 kr. fyrir félaga ÍFS, 6.000 kr. fyrir aðra. Innifalið er máltíð og drykkur í hádegi á laugardegi og sunnudegi.

Keppnisgjald í C-flokki er 2.000 krónur.

Kvennaflokkur

Keppt er í tveimur flokkum, A og B. A-flokkur keppir af bláum teigum í Gufunesi og spilar 3×18. B-flokkur spilar samtals 18 brautir, fyrst 9 í Fossvogi og síðan 9 í Laugardal.

Þessi flokkur er ætlaður öllum konum og en eingöngu sigurvegari A-flokks fær titilinn Íslandsmeistari kvenna 2017. Veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í báðum flokkum.

Keppnisgjald í A-flokki kvenna er 4.000 kr. fyrir félaga ÍFS, 6.000 kr. fyrir aðra. Innifalið er máltíð í hádegi á laugardegi og sunnudegi.

Keppnisgjald í B-kvennaflokk er 2.000 kr.

Barnaflokkur

Keppt er í tveimur flokkum, A og B. A-flokkur keppir af bláum teigum í Gufunesi og spilar 3×18 brautir. B-flokkur spilar 18 brautir, fyrst 9 í Laugardal og síðan 9 í Fossvogi.

Þessi flokkur er fyrir 15 ára og yngri, stelpur og stráka. Eingöngu sigurvegari A-flokks fær titilinn Íslandsmeistari barna 2017.

Veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í báðum flokkum.

Keppnisgjald í barnaflokki er ekkert og frítt er fyrir keppendur 15 ára og yngri í öllum flokkum.

Texas scramble – tveggja manna lið

Keppt er á folfvellinum í Kópavogsdal (við Dalsveg). Keppt er í opnum flokki og kvennaflokki. Hefðbundið fyrirkomulag er þ.e. báðir aðilar í liði kasta og spilaðir eru tveir hringir (2×10) og er ólíkt fyrirkomulag á hringjunum tveimur.

Á fyrri hringnum geta spilara látið betra kast ráða en á senni hringnum er það verra kast sem er valið.

Keppnisgjald er 1.500 kr. á lið.

 

Dagskrá Íslandsmóts í folfi 2017:

Föstudagur 1. september

Kl. 17.30     Mæting í Texas – Keppt í tveggja manna liðum

Kl. 18.00     Íslandsmeistaramótið í Texas scramble – Kópavogsdalur

Allir A-flokkar og opinn B-flokkur

Laugardagur 2. september

Kl. 08.30   Keppendafundur í Gufunesi fyrir A-flokka og opinn B-flokk

Kl. 09.00     18 körfu hringur no.1 – Gufunesvöllur (bláir teigar)

Kl. 11.30   Hádegishlé Gufunesi (matur fyrir keppendur)

Kl. 13.00   18 körfu hringur no. 2 – Gufunesvöllur (bláir teigar)

Kl. 16.00   Leik lokið.

 

Sunnudagur 3. september

Kl. 09.00   Keppendafundur

Kl. 09.30   18 körfu hringur no. 3 – Gufunesvöllur (bláir teigar)

Kl. 12.00    Hádegishlé (matur fyrir keppendur)

Kl. 13.00     Úrslit í A-flokki. Efstu fimm spila 9 brautir – sérvaldar í Gufunesi

Sjötti maður kemur inn ef munar þremur eða minna frá þriðja sæti (endanleg ákvörðun mótsstjóra)

 

Kvennaflokkur B, barnaflokkur B og opinn flokkur C

Sunnudagur 3. september

Kl. 13.00     Kvennaflokkur B – 18 körfur. – Fossvogur – Laugardalur (hvítir teigar)

Kl. 13.00     Opinn flokkur C – 18 körfur – Laugardalur – Fossvogur (hvítir teigar)

Kl. 13.00     Barnaflokkur B – 18 körfur. – Laugardalur – Fossvogur (rauðir teigar

Kl. 16.30     Verðlaunaafhending í Fossvogi – móti lokið

 

Ath. breytingar geta orðið á tímasetningum eða fyrirkomulagi Íslandsmótsins. Þær verða tilkynntar skráðum keppendum í tölvupósti og á keppnisfundum.