Margir nýjir vellir í sumar

Mikil fjölgun hefur orðið á frisbígolfvöllum í sumar en alls bætast við 12 nýjir vellir við þá 30 sem fyrir eru. Flestir þessir vellir eru komnir í notkun en þó eru einhverjir sem enn eru í framkvæmdarferli. Nú eru komnir vellir í alla landshluta og því ætti að vera stutt í næsta völl fyrir flesta. Við hvetjum spilara og áhugafólk um frisbígólf að hafa samband við sitt bæjarfélag og hvetja til þess að settur verði upp völlur.

Nýju vellirnir í sumar eru; Kópavogsdalur, Selfoss, Hvolsvöllur, Hella, Stokkseyri, Eyrarbakki, Búðardalur, Reykholt, Hrafnagil, Drangsnes, Höfn í Hornafirði, Grafarholt auk þess sem þrjár körfur verða settar upp á Dalvík.