Heimsmeistarinn á Íslandi

Þessa dagana er heimsmeistarinn í frisbígolfi, Ricky Wysocky, staddur hér á landi en Ricky vann einmitt heimsmeistartitilinn í annað skiptið um síðustu helgi. Hann er fæddur 1993 í Ohio í Bandaríkjnunum og hefur verið atvinnumaður í folfi síðan 2010.
Ricky verður á Fossvogsvellinum í dag, föstudaginn 30. júní, kl. 16.30 og sýna hæfni sína í pútti en hann þykir einn besti púttari heims. Allir velkomnir.