Viltu kennslu frá þeim bestu?

Íslenskir folfarar detta í lukkupottinn í júní  en þá munu þrír frábærir frisbígolfspilarar heimsækja okkur og halda námskeið í þessu skemmtilega sporti. Námskeiðin eru fjölbreytt þar sem bæði verður boðið upp á námskeið fyrir byrjendur en einnig fyrir þá sem lengra eru komnir. Við hvetjum því alla til að nota tækifærið og bæta sinn leik verulega.
Folfararnir þrír eru allir bandaríkjamenn, Nikko Locastro er sem stendur númer 4 á heimslistanum og fyrrum Bandaríkjameistari, Philo Brathwaite er nr. 29 á heimslistanum en stutta spilið er hans sérgrein, Gregg Barsby er númer 51 á heimslistanum en forhandaköst eru hans sérgrein en Gregg er mjög vinæll námskeiðshaldari.

Barnanámskeið kr. 2.900, kvennanámskeið kr. 4.900, Almennt námskeið kr. 4.900 og stutt sérnámskeið (pútt, forhönd, bakhönd og stutt köst (approach)) kr. 2.900 hvert.
Námskeiðin verða 28. júní á Akureyri, 29. og 30. júní hér í Reykjavík. Skráning og upplýsingar eru á netfangið: bogi@rvkdiscgolf.com