Vel gert Blær!

Nú um helgina tók Blær Örn Ásgeirsson þátt í sterku móti í Skotlandi og gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið á 16 köstum undir pari en Blær er aðeins 14 ára gamall. Það vakti mikla athygli meðal mótshaldara og keppenda að hann ákvað að spila í sterkasta flokknum í stað þess að spila í barnaflokki sem hann hefði mátt gera. Þetta hefur hann gert hér heima líka og yfirleitt endað í verðlaunasæti.

Með auknum vinsældum frisbígolf hefur orðið mikil aukning yngri spilara og óhætt að segja að margir efnilegir séu þar í hópi. Blær Örn er sönnun þess en þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára þá er hann orðinn einn af okkar fremstu spilurum. Það verður gaman að fylgjast með þessum flotta strák í framtíðinni.