Vorið er handan við hornið

Nú er daginn farinn að lengja og styttist í að við kveðjum snjóinn. Vellirnir koma vel undan vetri og við hlökkum mikið til komandi sumars. Nýjir diskar hafa verið kynntir frá Discraft og Innova sem eiga að vera enn betri og langdrægari og eru þeir þegar komnir í sölu hér heima. Sjáumst fljótlega á vellinum.