Skemmtilegt “Áramót” ÍFS

Hið árlega Áramót var haldið í dag í góðu veðri og mættu 11 vaskir keppendur til leiks. Mikill snjór er í Gufunesi sem reyndist mörgum erfitt yfirferðar og fór svo að 4 keppendur luku leik. Mjög skemmtilegt er að spila völlinn í svona miklum snjó enda voru mörg skot í skrautlegri kantinum. Þrátt fyrir þetta vann Þorri á frábæru skori eða 6 undir (48 skotum), Birgir varð í öðru sæti, Haukur í þriðja og Jón Símon í fjórða. Í ljós kom að bleikir diskar sjást best í svona aðstæðum.