Vetrarfolf

Nú er snjórinn loksins kominn og frostið farið að bíta. Mjög skemmtilegt er að spila frisbígolf á veturna þó að diskarnir breyti aðeins um hegðun. Gott ráð er að skilja alla hvíta diska eftir heima en nota frekar skæra liti sem auðvelt er að finna.

Svo er auðvitað nauðsynlegt að vera vel klæddur með húfu og vettlinga. Góða skemmtun!