Ferðalög erlendis

Nú eru margir á ferðalögum erlendis og þá er gott ráð að taka með sér 2-3 diska og leita uppi velli í nágrenni við dvalarstaði. Á eftirfarandi vefslóð er hægt að finna velli sem skráðir eru með leiðbeiningum um rötun. Gott er að vera búinn að prenta út kort af vellinum hér heima því ekki er víst að það sé fáanlegt á staðnum. Eins og hér heima þá er yfirleitt frítt að spila á öllum völlum.

Til gamans má geta að í Svíþjóð eru 128 vellir, Finnlandi 118, Þýskalandi 34, Noregi 30 og í Bretlandi 20 en í sumar var fyrsti völlurinn settur upp í London. Flestir eru auðvitað vellirnir í Bandaríkjunum eða 3600.

Finna velli…