Völlurinn Garðarlundi Akranesi

IMG_0638-1Einn er sá völlur sem er í uppáhaldi hjá mörgum folfurum en það er völlurinn á Akranesi. Hann er staðsettur í fallegum garði, Garðarlundi, sem liggur við hlið golfvallarins og er algjör perla þeirra Skagamanna. Völlurinn er með níu brautum og bíður upp á mikla fjölbreyttni s.s. trjágöng, tjarnir, mishæður og opin skot. Brautirnar eru frekar stuttar en krefjandi en tveir teigar eru á hverri braut. Við hvetjum alla til þess að leggja leið sína upp á Akranes og prófa þennan frábæra völl.