Nýr frisbígolfvöllur á Egilsstöðum

íslandskort2014d

Í síðustu viku var opnaður fyrsti folfvöllurinn á Austfjörðum en það er skemmtilegur völlur í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Hann er 6 körfu völlur og með fjölbreyttar brautir á þessu frábæra svæði. Við hvetjum alla til þess að prófa hvort sem þeir búa á Austurlandi eða eru á leið þar hjá. Einnig er nýbúið að opna nýjan völl á Húsavík.

Á næstu dögum verður síðan settur upp 9 körfu völlur í Glerárhverfi á Akureyri en síðan bætast við vellir á Eiðsvelli, Akureyri, Seltjarnarnesi og Seljahverfi.