Mikill uppgangur folfsins

_MG_3821Gaman er að fylgjast með þeirri miklu uppsveiflu sem er í frisbígolfi hér á landi en hún er í samhengi við þær auknu vinsældir sem eru um allan heim. Vinsælustu vellirnir eru gríðarlega mikið sóttir en á bestu dögunum eru spilarar á hverjum teig og þúsundir að spila á hverjum degi. Fara þurfti í framkvæmdir á teigum og grínum á Klambratúni vegna mikillar notkunar sem er auðvitað í okkar augum lúxusvandamál sem gaman er að glíma við.
Við hvetjum alla til þess að draga vini, ættingja, vinnufélaga og nágranna út á völl og kynna þeim þessa frábæru íþrótt enda allir sem geta spilað frisbígolf.