Veturinn er góður tími

Nú er haustið að renna sitt skeið og veturinn að heilsa okkur með snjó og kulda. Óþarfi er að leggja diskunum á hilluna yfir veturinn því folfvellir eru opnir allt árið og auðvelt að spila sportið ef passað er upp á hlýjan klæðnað og góðan félagsskap. Margir vellir eru nú komnir með heilsársteiga sem sanna gildi sitt vel yfir vetrartímann því ekki verða til slitfletir í jarðvegi með drullu og bleytu sem erfitt er að fóta sig í.

Við hvetjum alla til þess að spila reglulega í vetur og draga þannig vinina með í góðan göngutúr, ekki skemmir að hafa heitt kakó með á brúsa. Einnig bendum við á að stóru frisbígolffélögin standa fyrir reglulegum mótum og innanhúsæfingum sem gaman er að taka þátt í.