Nýr folfvöllur í Stykkishólmi

Nú í sumar var settur upp nýr frisbígolfvöllur í Stykkishólmi og var hann kláraður á dögunum þegar settar voru upp skilti og merkingar. Völlurinn telur níu brautir og er staðsettur á holtinu fyrir ofan íþróttavöllinn og grunnskólann. Fyrsta brautin liggur frá grunnskólanum og er kastað í átt að þjónustuhúsi tjaldsvæðis. Við hvetjum auðvitað alla íbúa að nýta sér þennan völl og prófa þessa skemmtilegu íþrótt. Einnig er komin góð ástæða fyrir fólk á ferðinni að stoppa við og taka hring.