Vetrarsól

IMG_4093

Þrátt fyrir snjó og kulda þá er auðvelt að spila frisbígolf á veturna. Góður fatnaður og litaðir diskar (ekki hvítir) er allt sem þarf. Körfurnar standa yfirleitt alltaf uppúr snjónum og því auðvelt að finna þær. Stundum getur verið gott að vera á mannbroddum (gormum) vegna hálku og ef mikill snjór er yfir vellinum þá getur diskurinn týnst auðveldlega. Þá er gott ráð að líma grannan spotta (1-1,5 metra) í miðjan diskinn en þessi borði finnst alltaf auðveldlega. Pakkaborði er líka hentugur. Góða skemmtun.